Framtíðarþjófnaður Andrés Ingi Jónsson skrifar 28. mars 2019 07:00 Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Hún er sextán ára stelpa í Svíþjóð og segist ekki vera neitt sérstaklega félagslynd. Samt er hún búin að stofna fjöldahreyfingu. Þegar hún hóf upp raust sína á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í desember þögnuðu leiðtogar heimsins og hlustuðu á Gretu Thunberg saka þá um að stela framtíð barna þessa heims. Framtíðin er nefnilega ekki fjarlæg lengur – loftslagsvandinn snýst um framtíð Gretu og félaga hennar sem sitja á skólabekk í dag. Og börnin lögðu líka við hlustir. Um allan heim tóku börn og ungmenni Gretu sér til fyrirmyndar og fóru í skólaverkfall. Það er mikið rætt um loftslagsvandann, hvernig neysla mannfólksins er að eyðileggja jörðina og á stundum er umræðan svo yfirþyrmandi að manni fallast hendur.Margt hægt að gera Það má ekki gleyma því að það er margt sem hægt er að gera til að stoppa þessar breytingar af, margt sem hefur verið gert og margt sem verið er að gera. Börnin eru búin að átta sig á því og hvetja stjórnvöld og fullorðna til dáða. Það er ábyrgð okkar fullorðnu að hlusta á börnin. Við verðum að hlusta á kröfur þeirra og áhyggjur og sýna að okkur er alvara. Allt sem við gerum hefur einhverjar afleiðingar. Þó að það geti verið erfitt að breyta hinum ýmsu venjum – hvort sem um er að ræða flokkun á rusli, neyslu á mat og drykk eða fatakaup – þá er allt gerlegt og allt skiptir máli. Krafan getur varla talist róttæk: að geta lifað á jörðinni. En að sama skapi getur verkefnið virst óyfirstíganlegt: að beinlínis bjarga heiminum. Það kallar á róttækar breytingar og jafnvel kostnaðarsamar. En það á að vera hægt. Það verður að vera hægt. Fyrir börnin sem eiga framtíðina sem við megum ekki stela af þeim.Höfundur er alþingismaður
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun