Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2019 21:15 Rut Rúnarsdóttir, formaður Skíðadeildar Snæfellsness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins, sem bjóði upp á skíðavertíð mánuðum saman. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum. „Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.Skíðasvæðið er skammt frá grunnskóla Grundarfjarðar.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Þetta er eina skíðasvæðið sem eftir er á Snæfellsnesi en núverandi toglyfta er sexhundruð metra löng. Skíðadeildin nýtur stuðnings Grundarfjarðarbæjar en einnig Stykkishólms og Snæfellsbæjar. Hér dreymir menn um að setja upp stólalyftu sem kæmi skíðamönnum upp í 500 metra hæð upp í fjallið. „Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“ -Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið? „Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“Núverandi toglyfta er 600 metra löng.Mynd/Tómas Freyr Kristjánsson.Skíðasvæðið er búið að vera opið í fjórar vikur í vetur, sem telst víst bara nokkuð gott, í ljósi þess að ekkert skíðasvæði á landinu liggur lægra en þetta, eða niður í sextán metra hæð yfir sjávarmáli. Með því að teygja skíðalyftur lengra upp í fjall sjá Grundfirðingar fram á lengri skíðavertíð. „Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“ -Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum? „Ég geri ráð fyrir því, já.“ -Og skíðahótel og barir og allt? „Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær. Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grundarfjörður Skíðasvæði Um land allt Tengdar fréttir Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00 Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30 Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. 26. desember 2017 20:00
Skíðasvæðin á Norðurlandi að opna og snjóframleiðsluvélarnar keyrðar á fullu Langvinnu sumarfríi skíðaiðkanda er lokið eftir gríðarlega snjókomu síðustu daga á Norðurlandi. 5. desember 2018 06:30
Kláfur upp á Skálafell fer í umhverfismat Fyrirtækið Skálafell Panorama ehf. lagði fram tilkynningu um kláfinn þann 8. mars síðastliðinn. 25. júlí 2018 17:47
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45