Samþykkja umdeild höfundarréttarlög Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 13:32 Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. WPA/PATRICK SEEGER Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu. Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu.
Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira