Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. mars 2019 23:15 Róðurinn þyngist fyrir Theresu May. Vísir/EPA Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. Samþykkt tillögunnar þykir mikill ósigur fyrir May og ríkisstjórn hennar en samþykkt tillögunnar þýðir að á miðvikudaginn, þegar atkvæðagreiðslurnar fara, stýri ríkisstjórnin ekki ferðinni á þinginu en fréttaskýrendur í Bretlandi hafa bent á það í kvöld að dagskrárvaldið á þinginu sé miðpunktur í starfi hverrar ríkisstjórnar. Samþykkt tillögunnar, sem naut þverpólítisks stuðnings þýðir, að á miðvikudaginn fá þingmenn að greiða atkvæði um ýmsar aðrar tillögur en þann Brexit-samning sem May kom heim með frá Brussel fyrr á árinu.In our system to govern is to control the order paper of the House of Commons. That is now slipping away from the government. They cannot govern. — Lewis Goodall (@lewis_goodall) March 25, 2019 Munu þingmenn meðal annars greiða atkvæði um hvort halda eigi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit, hvort afturkalla eigi virkjun 50. greinar Lissabon-sáttmálans eða hvort semja eigu um vægari Brexit, svo dæmi séu tekin. Meðal þeirra sem sögðu af sér ráðherraembætti til að styðja tillöguna var Richard Harrington, viðskiptamálaráðherra. Hefur hann að undanförnu ítrekað varað við því að Bretland yfirgefi ESB án þess að samningar náist. Leiðtogar ESB samþykktu að veita frest á útgöngu Bretlands úr sambandinu til 22. maí næstkomandi svo fremi sem þingið samþykkti Brexit-samning May í vikunni. Hún hefur þó ekki lagt samninginn, sem þegar hefur verið hafnað tvisvar af þingmönnum, til atkvæðagreiðslu á þinginu þar sem alls óvíst er hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Í yfirlýsingu eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar á þingi í dag sagði May að hún gæti ekki lofað því að ríkisstjórnin myndi fara eftir niðurstöðum þingsins á miðvikudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43