Leiðakerfi Strætó breytist á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2019 10:18 vísir/vilhelm Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019. Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Á morgun og á miðvikudaginn taka leiðakerfisbreytingar gildi hjá Strætó vegna framkvæmda við Landspítalann við Gömlu Hringbraut. Í tilkynningu frá Strætó segir að tafir á framkvæmdum hafi seinkað leiðakerfisbreytingunum en upphaflega áttu þær að taka gildi í byrjun janúrar. Gert er ráð fyrir að leiðakerfisbreytingin verði í gildi næstu sex ár á meðan framkvæmdir standa yfir. Neðst í fréttinni má finna myndband sem sýnir breytt leiðakerfi. Breytingarnar sem taka gildi á morgun og hinn eru eftirfarandi: 26. mars: Leiðir 5 og 15 aka Barónsstíg Frá og með þriðjudeginum 26. mars 2019 munu leiðir 5 og 15 aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur: Vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru: Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur: Vagnarnir beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata. Þá er athygli vakin á því að til að tryggja aðgengi strætó um Barónstíg hefur verið lagt bann við bifreiðastöðum við austurkant Barónstígs milli Eiríksgötu og Laufásvegar. Starfsmönnum LSH er bent á að leggja alls ekki á þessu svæði því það hindrar för strætó um Barónstíg að því er fram kemur í tilkynningu Strætó.27. mars: Strætóvegur milli Vatnsmýrarvegs og Gömlu Hringbrautar Leiðir 1, 3 og 6 munu aka nýjan strætóveg milli Vatnsmýrarvegs og Gömluhringbrautar á leið sinni til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Stefnt er að malbikun strætóvegarins á morgun, þriðjudaginn 26.mars. Leiðir 1,3 og 6 munu síðan hefja akstur um veginn miðvikudaginn 27. mars 2019.
Reykjavík Samgöngur Strætó Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira