Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 14:04 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43
Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03
Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15