Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. mars 2019 10:00 Icelandair á í viðræðum um kaup á Wow air. Vísir/Vilhelm Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að flugvélum í flota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu flugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Icelandair bæta við sig tveimur ábatasömum flugleiðum sem WOW air flaug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Icelandair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti flugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósentum af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 prósent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslífið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstrinum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á flugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir.„Ég held að kveikjan kaupunum hjá Icelandair sé annars vegar að flugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing-flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunaraðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og flugrekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22 Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Segir eðlilegt af Skúla að reyna allar leiðir enda sært ljón Augljóst að staðan Icelandair og WOW er verri. 22. mars 2019 08:22
Stjórnvöld reyna að auðvelda samruna flugfélaganna Fjármálaráðherra segir stöðu flugmála í landinu mjög alvarlega sem geti smitað út frá sér með auknu atvinnuleysi og minni hagvexti. Stjórnvöld muni gera sitt til að auðvelda samruna flugfélaganna, til að mynda varðandi uppbyggingu í Keflavík og gjaldtöku á ferðaþjónustuna en ekki leggja til fjármuni í reksturinn. 22. mars 2019 19:30
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45