Öryggisbúnaðurinn verður partur af vélum Icelandair í framtíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2019 16:58 Ein af Boeing 737 MAX vélum Icelandair en vélarnar hafa nú verið kyrrsettar. boeing Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Icelandair keypti ekki tiltekinn öryggisbúnað í Boeing 737 MAX vélar sínar sem nú hafa verið kyrrsettar. Virkni búnaðarins snýst um að sýna á skjá vélarinnar stöðu mælinga á afstöðu flugvélar á lofti. Greint var frá því í Stundinni í dag að Icelandair hefði ekki keypt búnaðinn og hafði það eftir heimildum en einnig var greint frá málinu í Morgunblaðinu og staðfesti upplýsingafulltrúi félagsins við blaðið að búnaðurinn hefði ekki verið keyptur. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að félagið hafi ekki keypt búnaðinn. Búnaðurinn verði hins vegar partur af Boeing 737 MAX vélum Icelandair í framtíðinni. Hann segir ástæðuna vera þá að sérfræðingar fyrirtækisins töldu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar við kaup á vélunum hefði svona mæling ekki haft áhrif á öryggi. Auk þess valdi Icelandair annan öryggisbúnað sem veiti mikið af þeim upplýsingum sem hinn búnaðurinn veitir. Því hefur verið haldið fram að búnaðurinn sem Icelandair keypti ekki hefði mögulega getað minnkað eitthvað líkurnar á flugslysunum í Eþíópíu og Indónesíu. Tæplega 350 fórust í flugslysunum tveimur sem urðu annars vegar í október síðastliðnum og hins vegar fyrr í þessum mánuði. Jens segir að þessi fullyrðing um búnaðinn sé ótímabær og ekki sennileg að mati Icelandair. Hann bendir jafnframt á að orsakir slyssins í Eþíópíu hafi ekki enn verið staðfestar og því séu allar fullyrðingar í tengslum við það ótímabærar. „Við teljum hins vegar að m.v. fyrirliggjandi upplýsingar hefði þessi búnaður ekki haft teljandi áhrif á getu áhafnar til að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp í Indónesíu. Við höfum þrátt fyrir það skoðað þetta nánar og sem partur af uppfærðum öryggisferlum okkar verður þessi búnaður partur af Boeing 737 MAX vélunum í framtíðinni. Þá langar mig til þess að ítreka að öryggi áhafna okkar og farþega hefur alltaf verið og verður alltaf í fyrsta sæti í starfsemi Icelandair. Varðandi Boeing 737 MAX vélarnar, þá hefur viðhald þeirra, þjálfun flugmanna og áhafna okkar verið unnið samkvæmt ströngustu öryggisferlum og eins og almennt í flugrekstri er sífellt verið að vinna að auknu öryggi,“ segir í svari Jens.Fréttin hefur verið uppfærð með vísun í frétt Morgunblaðsins.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45 Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
WOW-vélarnar reynast vel í kyrrsetningarkrísu Air Canada Forsvarsmenn kanadíska flugfélagsins hafa tekið ákvörðun um að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8-þotur sínar til 1. júlí hið minnsta. 21. mars 2019 11:45
Boeing ætlar að hætta að rukka fyrir viðbótaröryggi Mælar sem hefðu mögulega getað afstýrt tveimur mannskæðum flugslysum voru ekki staðalbúnaður í Boeing-vélum. 21. mars 2019 18:44
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45