Frábær uppskera á Special Olympics Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. mars 2019 20:30 Hluti af íslenska hópnum á setningarathöfn leikanna mynd/íf Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði. Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Lokahátíð Special Olympics fór fram í gær í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Ísland átti 38 fulltrúa á leikunum sem stóðu sig með miklum sóma. Leikarnir voru fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldin verður í heiminum í ár, það tóku um 7500 keppendur frá 190 löndum þátt. Íslensku keppendurnir kepptu í tíu greinum á mótinu og röðuðu inn verðlaunum. Alls komu átta gullverðlaun, 14 silfur og 12 bronsverðlaun í hús. Frjálsíþróttafólkið var þar iðið við kolann í verðlaunasöfnun. Aníta Ósk Hrafnsdóttir fékk gullverðlaun í kúluvarpi og silfur í langstökki. Fannar Logi Jóhannesson fékk gull í langstökki og brons í 100 metra hlaupi.Michel Þór Masselter vann bronsverðlaunmynd/facebook síða ífMichel Þór Masselter vann brons í 1500 metra hlaupi. Öll þrjú, ásamt Helenu Ósk Hilmarsdóttur, unnu svo brons í 4x100 metra boðhlaupi. Það kom einnig nóg af verðlaunum úr sundlauginni. Bára Sif Ólafsdóttir fékk gullverðlaun í 100m baksundi og silfur í 100m skriðsundi. Hjalti Guðmundsson fékk gull í 100m skriðsundi og silfur í 50m baksundi. Róbert Alexander Erwin tók brons í 100m skriðsundi og Arndís Atladóttir fékk brons í 50m bringusundi. Ásta Hlöðversdóttir fékk gullverðlaun í sínum flokki í einstaklingskeppni í keilu. Hún bætti við bronsverðlaunum í tvímenningskeppni en þar keppti hún með Gabríellu Oddrúnu Oddsdóttur. Einar Kári Guðmundsson og Haukur Guðmundsson kepptu einnig fyrir Ísland í keilunni en hvorugur náði að komast á verðlaunapall. Þrír kylfingar voru í íslenska hópnum og þar gerði Ásmundur Þór Ásmundsson best en hann nældi í silfurverðlaun á mótinu. Elín Fanney Ólafsdóttir og Pálmi Þór Pálmason voru bæði hársbreidd frá því að lenda á verðlaunapalli. Elín Fanney lenti í því að snúa sig illa á ökkla eftir þriðja hringinn af fjórum en harkaði þó í gegnum fjórða hringinn og endaði í fjórða sæti.María og Valdís Hrönn kepptu fyrstar íslenskra kvenna í kraftlyftingummynd/facebook síða ífKonráð Ragnarsson og Védís Elva Þorsteinsdóttir kepptu fyrir Íslands hönd í boccia. Bæði unnu þau til silfurverðlauna í einstaklingskeppninni. Þau kepptu svo saman í tvímenningskeppni og þar lentu þau í þriðja sæti og fengu brons. Ísland sendi í fyrsta skipti til leiks keppendur í kraftlyftingum kvenna. Verðlaun voru veitt bæði fyrir hverja grein sem og samanlagt og þær Valdís Hrönn Jónsdóttir og María Sigurjónsdóttir sönkuðu að sér verðlaunum. Valdís fékk brons í réttstöðu og hnébeygju en varð fjórða í bekkpressu. María vann gullið í réttstöu og silfur í bæði hnébeygju og bekkpressu. Samanlagt varð Valdís í fjórða sæti en María fékk silfur.Hekla Dís keppti í nútímafimleikummynd/ífÞað voru fleiri greinar þar sem Ísland var að taka þátt í fyrsta skipti. Arna Dís Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir urðu fyrstu Íslendingarnir til þess að keppa í nútímafimleikum á leikunum. Það var ekki að sjá að þær væru að gera þetta í fyrsta skipti, Arna fékk gull í þrepi 1 og Hekla silfurverðlaun í þrepi 2. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í áhaldafimleikum. María Ragnarsdóttir fékk brons á gólfi en varð fjórða á hinum áhöldunum þremur og fjórða samanlagt. Michaela Regan Kolosov fékk silfur á gólfi og brons á jafnvægisslá en varð þrátt fyrir það fimmta samanlagt. Unnar Ingi Ingólfsson gerði sér lítið fyrir og hreppti gull á stökki. Hann bætti við bronsverðlaunum á hringjum. Magnús Orri Arnarson náði bestum árangri á tvíslá, þar varð hann fjórði.
Aðrar íþróttir Keila Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira