Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 17:36 Ísraelskir skriðdrekir á Gólanhæðum. Ísraelar lögðu undir sig tvo þriðju hluta svæðisins í sex daga stríðinu. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017.
Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira