Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 14:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Vísir/Vilhelm Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira