Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Vaðlaheiðargöng tengja saman Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð með göngum undir Vaðlaheiði. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent