100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 13:05 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52