Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 07:51 Bezos er einn ríkasti maður heims, Auk Amazon á hann meðal annars bandaríska blaðið Washington Post. Vísir/EPA Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar. Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar.
Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20