Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2019 21:45 Garðar Hafsteinsson, kajakleiðsögumaður og framkvæmdastjóri Vestur Adventures. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Meðal þeirra er kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum frá því á dögunum hvernig samfélagsmiðlar og sjónvarpsþættirnir Game of Thrones hafa á skömmum tíma aukið svo frægð Kirkjufells að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllast á hverjum degi. En það er ekki alslæmt að eiga frægt fjall. Aðdráttarafl þess er orðið það mikið að það er farið að bjóða upp á ólíkustu atvinnutækifæri, eins og kajakferðir, - og það um hávetur. Sjómaðurinn Garðar Hafsteinsson lenti í því að missa skipsplássið sitt þegar skipið var selt úr landi og ákvað þá að byggja upp afþreyingu í sínum gamla heimabæ. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni fyrirtækið Vestur Adventures og starfsemin hófst í maí í fyrra.Kajakræðarar á Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn.Vestur Adventures/Tómas Freyr Kristjánsson.Til að kynna sig settu þau myndbönd og ljósmyndir á netið af kajakræðurum njóta íslenskrar náttúru með Kirkjufell í baksýn. Þrátt fyrir erfitt veðurfar í fyrrasumar segir Garðar þau sátt við hvernig gekk að koma rekstrinum af stað. Bæði íslensk náttúra og Kirkjufell dragi að. „Fjallið, Kirkjufellið, sem er náttúrlega orðin ein helsta söluvara Íslands, myndi ég halda, og bara eitt vinsælasta fjall landsins. Og líka bara að vera í náttúrunni og róa kajak,“ segir Garðar. Hann segir að það sé einkum fólk í góðu formi í leit að ævintýrum sem sæki í svona. Þegar við hittum á hann átti hann von á bandarískum ferðamannahópi, sem ætlaði að fara í norðurljósaferð á síðvetrarkvöldi. -Kajakróður um hávetur, það gengur? „Það gengur, já, já. Ef veðrið er gott, þá gengur það bara fínt,“ svarar Garðar. Einnig var fjallað um framtakið í þættinum „Um land allt" síðastliðinn mánudag. Þátturinn verður endursýndur síðdegis á morgun, sunnudag, klukkan 17. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Um land allt Tengdar fréttir Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45 Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00 Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15 Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15 Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Signý er silkibóndi og ræktar silkiorma Hún kallar sig silkibónda, býr á Snæfellsnesi, og er eftir því sem best er vitað fyrsti Íslendingurinn sem ræktar silki hérlendis. 25. mars 2019 20:45
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27. mars 2019 21:00
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. 22. mars 2019 20:15
Dreymir um skíðaparadís í brekkum Grundarfjarðar Skíðamenn á Snæfellsnesi telja að í brekkunum ofan Grundarfjarðar séu náttúrulegar forsendur til að byggja upp eitt besta skíðasvæði landsins. 26. mars 2019 21:15
Þetta gerist þegar fjallið þitt verður allt í einu heimsfrægt Frægð Kirkjufells við Grundarfjörð hefur aukist svo á síðustu misserum að bílastæði við rætur fjallsins yfirfyllist á hverjum degi og skapast þar iðulega hættuástand við þjóðveginn. 23. mars 2019 22:45