Útganga Breta úr ESB er í hættu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. mars 2019 08:00 Stöðugleikinn sem Theresa May forsætisráðherra lofaði í kosningabaráttunni árið 2017 virðist aldrei hafa orðið að raunveruleika. Vísir/Getty Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Upphafleg útgöngudagsetning Breta er komin og farin. Bretar hefðu átt að ganga út úr Evrópusambandinu í gær en sundrung á þingi og vanþóknun með þann samning sem ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May gerði við sambandið um útgönguna hafa orðið þess valdandi að algjör pattstaða er í málinu og sjálf útgangan gæti verið í hættu. Aðdragandinn að því að Bretar gátu ekki staðið við útgönguna er langur. Einfaldast er að segja að atburðarásin hafi byrjað þann 23. janúar 2013. David Cameron, þá forsætisráðherra, hét því að breska þjóðin fengi að eiga lokaorðið um sambandið við Evrópusambandið fyrir árið 2017.Staðið við loforð Svo fór að Íhaldsflokkurinn og Cameron fengu hreinan meirihluta á þingi. Voru reyndar ekki með nema 37 prósent atkvæða á bak við sig. Cameron stóð við gefin loforð og atkvæðagreiðslan fór fram í júní 2016. Kosningabaráttan í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var hörð. Cameron barðist sjálfur gegn Brexit, sem og Theresa May, en það dugði ekki til. Þvert á skoðanakannanir og spár sérfræðinga greiddu Bretar atkvæði með útgöngu. 51,89 prósent gegn 48,11 prósentum. Cameron sagði af sér í kjölfar atkvæðagreiðslunnar og May tók við.Viðræður og kosningar May virkjaði 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars 2017 og þannig hófust hinar eiginlegu viðræður um útgöngu Breta. Tvö ár voru þá til stefnu til þess að útkljá málið. Íhaldsflokkurinn mældist á þessum tíma mun betur en andstæðingurinn, Verkamannaflokkurinn, í kosningum. Verkamenn höfðu þá skipt um leiðtoga og Jeremy Corbyn, sem áður var á vinstri jaðri flokksins, var kominn í leiðtogasætið. Forsætisráðherrann tilkynnti þann 18. apríl um að ríkisstjórnin ætlaði að boða til nýrra þingkosninga þann 8. júní. Þörf væri á sterkri og stöðugri ríkisstjórn í Brexit-ferlinu og meiri einingu á þingi. Þannig vonaðist May líklegast til þess að geta aukið við meirihluta sinn. Corbyn var þó ekki jafn óvinsæll á meðal almennings og Íhaldsflokkurinn virðist hafa stólað á. BBC greindi kosningabaráttuna sem svo að May hefði gert mistök með því að til dæmis sniðganga kappræður og bregðast ekki við óvæntu flugi Verkamannaflokksins. Þegar upp var staðið tapaði Íhaldsflokkurinn þrettán þingsætum og þar með meirihluta sínum á þingi. Við tóku viðræður við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP), norðurírskan íhaldsflokk, um stuðning við minnihlutastjórn. Það gekk upp en óhætt er að segja að með því að tapa meirihlutanum mistókst May algjörlega að tryggja það sem hún kallaði styrk og stöðugleika.Frá mótmælum stuðningsmanna Brexit í London í gær. Gærdagurinn átti að vera útgöngudagurinn úr ESB.Vísir/EPAÓstöðugleiki Það má gróflega skipta útgöngumöguleikum í tvennt. Annars vegar svokallaða mjúka útgöngu, sem felur í sér nánari tengsl við ESB, eða harða útgöngu, sem felur í sér hið gagnstæða. Íhaldsflokkurinn er langt frá því að vera samstíga um hvor nálgunin sé betri. Þegar May markaði stefnu í júlí í fyrra sem kallaðist „Chequers-áætlunin“ var greinilega stefnt að mjúkri útgöngu. Það féll ekki í kramið hjá hörðum Brexit-liðum innan ríkisstjórnarinnar og sögðu þeir David Davis og Boris Johnson, Brexitmála- og utanríkismálaráðherrar, af sér vegna áætlunarinnar. Fleiri ráðherrar sögðu af sér á næstu mánuðum vegna óánægju með gang mála í viðræðum og loks með samninginn þegar hann lá fyrir í nóvember.Samningurinn Einna mest óánægja var með ákvæði samningsins um neyðarúrræði um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, þar með Bretlands. Ákvæðið felur í sér að sé ekki komist að frekara samkomulagi muni Norður-Írar falla undir stærri hluta regluverks ESB en önnur svæði Bretlands til að fyrirbyggja sýnileg landamæri. Það gátu hvorki DUP né margir Íhaldsmenn stutt. May ákvað því í desember að fresta atkvæðagreiðslu um samninginn á þingi til að freista þess að fá honum breytt. Í kjölfarið fylgdi atkvæðagreiðsla um vantraust innan Íhaldsflokksins sem May stóð af sér. Átti seinna eftir að standa af sér vantraust á þingi í janúar. May tókst ekki að fá samningnum breytt svo hægt væri að tryggja meirihluta. Hann var felldur með sögulega miklum mun í janúar og svo aftur þann 12. mars.Tíminn á þrotum Tími var af skornum skammti og nær enginn vildi samningslausa útgöngu. Því sóttu Bretar um að útgöngu yrði frestað. Ef þingið hefði samþykkt útgöngusamning May fengju Bretar frest til 22. maí. Ef ekki þá þyrftu Bretar annaðhvort að fara út án samnings þann 12. apríl eða að koma sér saman um aðra nálgun. Bretar reyndu að finna aðra nálgun fyrr í vikunni en ekki fékkst meirihluti utan um neina af þeim átta tillögum sem atkvæði var greitt um á miðvikudag. Þriðja atkvæðagreiðslan um samning May fór því, eins og sagt er frá framar í blaðinu, fram í gær. Þá var samningurinn felldur í þriðja skipti. Bretar ætla að ræða um aðra valmöguleika á mánudaginn. Ef það tekst ekki flækist staðan enn og hugsanlega yrði útgöngunni jafnvel frestað ótímabundið eða aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Brexit-samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. 29. mars 2019 14:49