Þurfa fleiri ferðamenn og færri skiptifarþega Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. mars 2019 07:15 Nú þegar WOW air nýtur ekki lengur við er leitað leiða til að fylla skarðið með öðrum leiðum. Fréttablaðið/Ernir Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar segir fyrst og fremst litið til Icelandair varðandi það að fylla skarðið sem WOW air skilur eftir sig í sumar. Önnur flugfélög hafi líka haft samband í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þetta snýst fyrst og fremst um að skoða það með þeim flugfélögum sem eru til staðar og þar er Icelandair náttúrlega langstærst,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar, um það hvernig megi fá farþega til landsins í sumar í stað þeirra sem detta út með gjaldþroti WOW air. „Óháð því hvort WOW hefur dottið út eru næg laus slott á Keflavíkurflugvelli,“ segir Hlynur. Þau slott sem WOW air átti rétt á og hafði á Keflavíkurflugvelli fari einfaldlega til endurúthlutunar samkvæmt regluverki sem um það gildir í Evrópu. „Þetta snýst um að skoða þá áfangastaði sem WOW er að fara út af; hvort það sé markaður til að auka við tíðni til borga sem þegar eru fyrir,“ segir Hlynur. Icelandair fari þar fremst í flokki. „En svo eru önnur flugfélög sem hafa verið að fylgjast með og við höfum fengið fyrirspurnir. Um leið og þetta gerist þá hafa flugfélög haft samband og eru að skoða þetta.“ Hlynur segir það hins vegar setja stórt strik í reikninginn hversu stutt sé í sumarið. „Það er oft lítill sveigjanleiki í flugvélaflota flugfélaga vegna þess að þau eru búin að ráðstafa öllum vélum fyrir sumarvertíðina í nóvember árið á undan. Þannig að það er oft lítill slaki til að hreyfa til vélar og bæta við fyrir sumarvertíðina. Ofan á það bætist líka að sum flugfélög geta ekki notað Max-vélarnar,“ bendir hann á.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar .Meginþungann segir Hlynur felast í því hvernig Icelandair breyti sínum áherslum í markaðssetningu. „Félagið er að auka vægi farþega sem eru ferðamenn til landsins á kostnað skiptifarþega. Ef þeir geta fengið vélar hafa þeir gefið út að þeir ætli að leggja áherslu á að auka ferðamannastraum til landsins. Þannig að það er það sem mun helst milda höggið fyrir íslenskan ferðaiðnað,“ segir hann. Mögulega séu líka tækifæri fyrir önnur flugfélög sem þau muni grípa. Komið hefur fram að ríkisstjórnin íhugar að reyna að laða að flugfélög með því að veittur verði afsláttur af farþegagjöldum. Hlynur segir þá aðferð hafa vera notaða utan háannatíma til að stuðla að heilsársferðamennsku á Íslandi. „Mitt mat er það að til skamms tíma væri lækkun gjalda lítið að hafa áhrif þegar stærsta vandamálið er að ná sér í fleiri vélar,“ segir Hlynur aðspurður um hugsanleg áhrif af slíkri aðgerð. Hlynur segir að þessa dagana sé unnið að því að meta áhrifin af falli WOW á starfsemi Isavia. „Við getum vonandi verið komin með innan tveggja vikna endurgerða farþegaspá fyrir Keflavík fyrir árið. Út frá þeirri spá getum við séð hverjar tekjur okkar geta orðið. Þá kemur í ljós hvaða þjónusta þarf að vera á velinum en eins og staðan er í dag þá er fyrst og fremst verið að ráða færri yfir sumartímann.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira