Shearer segir Messi vera meira vandamál en Liverpool í eltingarleik City við fernuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:30 Lionel Messi og Mo Salah. Getty/Samsett Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
Markahæsti maður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi hefur farið yfir möguleika Manchester City á að vinna sögulega fernu á þessu tímabili. Það er komin apríl og möguleiki Pep Guardiola og félaga er enn til staðar. Stór áskorun bíður City-liðsins strax í kvöld þegar liðið heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir annaðhvort Ajax eða Juventus í undanúrslitunum. Manchester City komst í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi en missti um leið Liverpool upp fyrir sig í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. City á hins vegar leik inni á Liverpool og verður enskur meistari ef liðið vinnur alla sex leikina sem það á eftir í deildinni. Enski deildabikarinn er síðan þegar kominn í hús.Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. „Barcelona og Lionel Messi eru stærsta ástæðan fyrir því af hverju ég held að Manchester City muni ekki vinna fernuna í ár,“ skrifar Alan Shearer í pistli sínum fyrir breska ríkisútvarpið. Shearer vinnur sem sérfræðingur í þættinum Match of the Day..@alanshearer says he thinks Man City will win the #FACup but there's something in the way of their quadruple dream. "Barcelona and Lionel Messi are the biggest reason I don't think Manchester City will win the quadruple."https://t.co/ZdDcTjTT0L#Messi#MCFC#Barcapic.twitter.com/PfnI6exJXW — BBC Sport (@BBCSport) April 8, 2019„Þegar ég skoða Meistaradeildardráttinn þá býst ég við því að Barcelona verði andstæðingurinn komist Manchester City alla leið í úrslitaleikinn. Ég held að City vinni ekki Barcelona í úrslitaleiknum í Madrid. Það yrði frábær leikur en Messi mun tryggja það að Barcelona er sigurstranglegra liðið,“ skrifaði Shearer. „City þarf hins vegar að komast í úrslitaleikinn fyrst og liðið hefur ekkert mætt sérstaklega sterkum liðum hingað til í keppninni. Ef þeir slá út Tottenham þá bíða þeirra líklega erfiðustu mótherjarnir á leiktíðinni,“ skrifaði Shearer. Alan Shearer er nokkuð viss um að City slái út Tottengham og heldur líka að City vinni bæði deildina og enska bikarinn. „Þeir eru búnir að vinna deildabikarinn og þeir munu vinna enska bikarinn. Það er erfiðara að spá fyrir um deildina. Manchester City verður meistari ef liðið vinnur síðustu sex leiki sína,“ skrifaði Shearer og bætti við: „Ég held að þeir vinni ekki alla þessa sex leiki en við erum samt að tala um lið sem hefur unnið 22 af síðustu 23 leikjum sínum. Það kæmi mér því ekki á óvart ef þeir myndu vinna þá alla. Það eru samt nokkrir erfiðir leikir eftir hjá City í deildinni,“ skrifaði Shearer. Hann nefnir fyrst útileik á móti Crystal Palace um næstu helgi en Palace vann fyrri leik liðanna á Ethiad. Alan Shearer bendir líka á útileikinn á móti Manchester United á Old Trafford. „Það búast allir við erfiðum leik fyrir þá á Old Trafford en hann er í lok apríl og ýmislegt gæti hafa breyst þá. Ég býst ekki við að Liverpool vinni alla sína leiki heldur. City þarf því kannski ekki að vinna United til að halda frumkvæðinu í toppbaráttunni. Ég sé samt úrslitin ráðast í lokaumferðinni þegar Liverpool tekur á móti Úlfunum og City heimsækir Brighton,“ skrifaði Shearer. „Svona titilbarátta er mjög skemmtileg fyrir hlutlausa en ég get vottað það, eftir að hafa verið í svona baráttu þegar ég vann titilinn með Blackburn árið 1995, að þetta er ekki skemmtileg upplifun fyrir leikmennina eða alla vega ekki fyrr en að titilinn er í húsi,“ skrifaði Shearer. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira