Íranar svara í sömu mynt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað í gær að flokka skyldi byltingarvarðasveitir íranska hersins sem hryðjuverkasamtök. Þetta er í fyrsta sinn, samkvæmt Reuters, sem Bandaríkin flokka her annars sjálfstæðs ríkis á þannig. Áður voru tugir hópa og einstaklinga innan sveitarinnar á svörtum lista. „Ef þú stundar viðskipti við byltingarvarðasveitirnar ert þú að fjármagna hryðjuverkastarfsemi,“ sagði í tilkynningu frá forsetanum. Sveitirnar voru stofnaðar stuttu eftir írönsku byltinguna árið 1979. Þær eiga að standa vörð um stjórnkerfi landsins og veita hinum hefðbundna her ríkisins aðhald. Samkvæmt BBC eru sveitirnar nátengdar æðstaklerknum Ali Khamenei og öðrum valdamönnum. Sveitirnar eru einnig veigamiklar í írönsku viðskiptalífi og halda utan um stór styrktarfélög. Íranskir þingmenn samþykktu í síðustu viku, þegar fjölmiðlar fjölluðu fyrst um að von væri á þessari ákvörðun Trumps, að svara í sömu mynt. Seyed Jawad Sadatinejad, einn þingmanna, sagði við ríkisfréttastofuna FARS á laugardag að málið væri hið heimskulegasta. Ef Íran svaraði í sömu mynt gætu bandarískir hermenn á svæðinu verið litnir sömu augum og liðsmenn ISIS og al-Kaída. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað í gær að flokka skyldi byltingarvarðasveitir íranska hersins sem hryðjuverkasamtök. Þetta er í fyrsta sinn, samkvæmt Reuters, sem Bandaríkin flokka her annars sjálfstæðs ríkis á þannig. Áður voru tugir hópa og einstaklinga innan sveitarinnar á svörtum lista. „Ef þú stundar viðskipti við byltingarvarðasveitirnar ert þú að fjármagna hryðjuverkastarfsemi,“ sagði í tilkynningu frá forsetanum. Sveitirnar voru stofnaðar stuttu eftir írönsku byltinguna árið 1979. Þær eiga að standa vörð um stjórnkerfi landsins og veita hinum hefðbundna her ríkisins aðhald. Samkvæmt BBC eru sveitirnar nátengdar æðstaklerknum Ali Khamenei og öðrum valdamönnum. Sveitirnar eru einnig veigamiklar í írönsku viðskiptalífi og halda utan um stór styrktarfélög. Íranskir þingmenn samþykktu í síðustu viku, þegar fjölmiðlar fjölluðu fyrst um að von væri á þessari ákvörðun Trumps, að svara í sömu mynt. Seyed Jawad Sadatinejad, einn þingmanna, sagði við ríkisfréttastofuna FARS á laugardag að málið væri hið heimskulegasta. Ef Íran svaraði í sömu mynt gætu bandarískir hermenn á svæðinu verið litnir sömu augum og liðsmenn ISIS og al-Kaída.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira