Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2019 18:01 Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. Hann sagði kjósendur hafa ákveðið í kosningunum árið 2016 að þeim væri sama hvað kæmi fram í þeim. „Kjósendur vissu að forsetinn gæti opinberað skattskýrslur sínar. Þau vissu að hann gerði það ekki og þau kusu hann samt,“ sagði Mulvaney á Fox í dag.Richard Neal, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar þingsins, hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu skattskýrsla Trump sex ár aftur í tímann. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Allir forsetar síðustu fimmtíu ára hafa hins vegar gert það, að Trump undanskildum. Trump heldur því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Starfsmenn Skattstofunnar hafa þó gefið út að slík rannsókn ætti ekki að koma í veg fyrir að borgarar opinberi skattskýrslur sínar. Demókratar segjast þó ekki ætla að opinbera skattskýrslurnar.Sjá einnig: Fyrstu höggin dynja í skattaslagnumJay Sekulow, persónulegur lögmaður Trump, hafa sagt að ef Skattsofa Bandaríkjanna lætur skattskýrslurnar af hendi væri það „hættulegt fordæmi“. Hann segir að Repúblikanaflokkurinn gæti þá gert hið sama við aðra seinna meir.Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem veitir formanni Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, til að biðja um skattskýrslur allra skattgreiðanda. Lögin segja einnig til um að sé skattgreiðandinn sem um ræðir mótfallinn því að skýrslurnar séu opinberaðar eigi að kynna þingmönnum þær á lokuðum fundi. Mulvaney sagði í dag að lögin væru þó ekki ætluð til persónuárása. Demókratar segja að ekki sé um árásir á ræða á Trump, heldur eigi borgarar rétt á því að vita hvort að eigin hagsmunir forseta Bandaríkjanna hafi áhrif á ákvörðunartöku þeirra.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47
Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa stigið varlega til jarðar varðandi skattskýrslurnar og voru nokkur slík skref tekin í gær. 28. febrúar 2019 14:00