Svik og prettir hf. Hilmar Harðarson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun