Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Samúel Karl Ólason skrifar 4. apríl 2019 14:47 Trump segir ekki koma til greina að opinbera skattaskýrslur sínar. AP/Susan Walsh Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna sex ár. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar þingsins hefur sent formlega beiðni til Skattstofu Bandaríkjanna og farið fram á afhendingu gagnanna. Trump sjálfur segist ekki vilja veita þingmönnum aðgang að gögnunum og er útlit að málið fari fyrir dómstóla. Beiðni Demókrata byggir á lögum frá 1924 sem fjalla um að formenn tiltekinna nefnda fulltrúa- og öldungadeildarinnar geti í raun sóst eftir og fengið skattaupplýsingar allra Bandaríkjamanna. Skatturinn hefur frest til 10. apríl til að bregðast við beiðni nefndarinnar. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Þar að auki hefur hann, samkvæmt Washington Post, sagt ráðgjöfum sínum að ekki komi til greina að opinbera skattskýrslur hans. Hann muni fara með málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna ef hann geti og er hann sagður vonast til þess að geta dregið úr opinberun þeirra þar til forsetakosningarnar 2020 eru búnar.Hafa undirbúið slaginn Síðan Demókratar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í fyrra hafa þeir verið að undirbúa það að koma höndum yfir skattskýrslur Trump. Það hefur lengi þótt víst að málið muni enda fyrir dómstólum og því hafa Demókratar stigið varlega til jarðar og lagt grunninn að málflutningi þeirra í þeim málaferlum.Sjá einnig: Undirbúa slag um skattskýrslur TrumpElijah Cummings, formaður annarrar eftirlitsnefndar Fulltrúadeildarinnar, sagði í gær að hann ætti von á gögnum frá endurskoðendafyrirtæki sem hefur verið í viðskiptum við Trump. Um er að ræða gögn sem ná yfir tíu ár og sagði Cummings að fyrirtækið hefði beðið um að hann legði fram „vinalega stefnu“ og þá myndi fyrirtækið afhenda gögnin.Hann lagði fram formlega beiðni um gögnin í síðasta mánuði og byggði sú beiðni á vitnisburði Michael Cohen, lögmanni Trump til margra ára. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Repúblikanar og Hvíta húsið hafa fordæmt aðgerðir Demókrata og segja þeim eingöngu ætlað að verða forsetanum til skammar og að um linnulausar árásir sé að ræða. Þeir segja Demókrata vera að misnota þingnefndir og völd þeirra. Demókratar segjast þó tilbúnir í slag um gögnin og þingmenn hafa sagt að Bandaríkjamenn hafa rétt á því að vita hvort að forsetar þeirra séu spilltir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira