Mikið svigrúm til að lækka vexti að mati Seðlabankans Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:28 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum. Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum.
Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira