Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 08:21 Barr hefur aðeins skrifað þinginu fjögurra blaðsíðna bréf þar sem hann lýsir því sem hann segir meginniðurstöður Mueller. Vísir/EPA Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Nokkrir saksóknarar úr teymi Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, eru sagðir ósáttir við hvernig William Barr, dómsmálaráðherra, dró niðurstöður þeirra saman í síðasta mánuði. Þeir eru sagðir telja skýrsluna skaðlegri Trump forseta en Barr lét í veðri vaka. Barr lýsti því sem hann sagði meginniðurstöður tæplega tveggja ára langrar rannsóknar Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump við þá í bréfi til Bandaríkjaþings 24. mars. Þar sagði Barr að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboðið hafi lagt á ráðin með Rússum en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Nú segir New York Times að einhverjir rannsakenda Mueller hafi sagt kollegum sínum að Barr hafi ekki gefið greinargóða lýsingu á niðurstöðum þeirra. Þær séu forsetanum óþægilegri en Barr gaf í skyn. Barr vinnur nú að því að hreinsa upplýsingar sem hann telur að eigi að vera leynilegar úr skýrslunni áður en hún verður afhent þinginu síðar í þessum mánuði.Verulegar vísbendingar um að forsetinn hafi skipt sér af rannsókninni Blaðið segir heimildarmenn sína ekki vilja lýsa hvers vegna rannsakendurnir telja niðurstöður skýrslunnar skaðlegri forsetanum en komið hefur fram til þessa. Washington Post segir hins vegar að starfsmenn úr liði Mueller hafi kvartað við nána félaga sína um að sönnunargögnin sem þeir fundum um að Trump hafi reynt að hindra framgang rannsóknarinnar hafi verið veruleg og ískyggileg. Einhverjum rannsakendanna þykir einnig skjóta skökku við að Barr hafi ekki birt samantekt á efni skýrslunnar sem þeir undirbjuggu sérstaklega. Samantektir voru gerðar fyrir mismunandi kafla skýrslunnar með það fyrir augum að þær væru gerðar opinberar. Þeir hafi búist við því að þær samantektir yrðu birtar, ekki aðeins samantekt dómsmálaráðherranns á efni skýrslunnar. Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í gær að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að knýja Barr til að afhenda skýrslu Mueller óritskoðaða og með öllum undirliggjandi gögnum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37