Skoðun

Epitaph

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Síðsumars 1905 birti Daily Graphic grein um vinnukonu sem hengdi sig með þvotta­snúru. Í vasanum á vinnufötum hennar fannst rifinn maskínupappír með lokaorðum hennar.

Here lies a poor woman who was always tired, / She lived in a house where help was not hired. / Her last words on earth were: Dear friends, I am going / To where there’s no cooking, or washing, or sewing, /Everything there is exact to my wishes, / For where they don’t eat there’s no washing of dishes. / I’ll be where loud anthems will be ringing, / But having no voice I’ll be clear of the singing, / Don’t mourn for me now, don’t mourn for me never, / I’m going to do nothing for ever and ever.

Kviðdómur í Jórvík áleit einróma að Catherine hefði framið sjálfsvíg vegna tímabundinnar geðveiki. Maskínupappírinn var skýrt sönnunargagn. Ekkert minnst á ævilanga byrði hennar sem vinnandi móður við slæman efnahag. Engum datt í hug að skoða hendurnar á henni.

Heilu dagarnir hjá Catherine fóru í að handþvo föt, skrúbba gólf, þrífa potta, fæða og klæða börn. Hún var með grófa fingur sem líktust döðlum.

Eftir líkfundinn fann ungur lögreglumaður úrklippu úr blaði á stofuborði hennar; grein eftir heimspeking sem bar fyrirsögnina: Why does a woman look old sooner than a man?

Lokaorðin hennar rötuðu í útfararsöng eftir Anthony Hedges, saminn 1972. Ég fann nótnablaðið hjá götusala á rölti um Cecil Street í London. Efst á blaðinu stóð:

Words anonymous.

Sextíu og sjö ár milli þess að Catherine Allsopp skrifaði niður síðustu skilaboð sín til alheimsins til þess að Anthony Hedges skráði: Höfundur óþekktur. Skilaboðin hennar komust aldrei áleiðis. Þau svifu í lausu lofti, í biðstöðu.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×