Mikilvægt að stjórnvöld líti sérstaklega til fatlaðra kvenna við lagasetningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 18:44 „Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun. Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
„Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun.
Félagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira