Mikilvægt að stjórnvöld líti sérstaklega til fatlaðra kvenna við lagasetningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 18:44 „Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun. Félagsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
„Þetta gerir málefni kvenna og málefni fatlaðra kvenna almennari,“ segir Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði hjá National University of Ireland í Galway, um 6 grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Greinin fjallar sérstaklega um réttindi kvenna með fötlun. „Í hvert sinn sem ríkið þarf að líta til stefnumörkunar eða lagasetningu þurfa þau ekki bara að spyrja sig hvernig þetta hefur áhrif á fólk með fötlun heldur einnig hvernig þetta hefur áhrif á konur með fötlun“. Lucy-Ann hélt lykilerindi á málþingi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um málefni kvenna með fötlun í dag en hún sérhæfir sig í jafnréttislögum og meðal annars samtvinnun mismununar á grundvelli kyns og fötlunar á vinnumarkaði. Hún segir að fyrirbæri á borð við 6. ákvæðið í samningi Sameinuðu Þjóðanna mikilvægt til að tryggja sérstaklega viðkvæma hópa. „Ástæðan fyrir þessu er að það er fjöldi mála sem hafa áhrif á konur með fötlun sem hafa ekki áhrif á annað fólk með fötlun.“ Hún nefnir í þessu samhengi fólk sem gæti orðið fyrir svokölluðum samþættum fordómum. „Það þýðir að það er sérstök hætta sem steðjar að undirhópum í samfélaginu. Við getum til dæmis verið að glíma við hættur sem steðja að frumbyggjakonum með fötlun eða eldri konum með fötlun.“ Hún segir tölurnur renna stoðum undir þá kröfu um að réttindi þessara hópa eigi að bæta til muna. Til dæmis er mun líklegara að fatlaðar konur verði fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreiti en aðrar konur. „Þær eru tvisvar til þrisvar sinnum líklegari til að verða fyrir kynferðisofbeldi heldur en konur án fötlunar,“ segir Lucy-Ann. „Sömu sögu er að segja um börn með fötlun. Börn með fötlun eru fjórum sinnum líklegari en önnur börn til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Innan sama hóps má einnig sjá að stúlkur með fötlun, til dæmis blindar, heyrnarlausar, á einhverfurófinu eða með þroskaskerðingu, eru í meiri hættu en drengir með fötlun.“Hér má sjá upptöku af fundi Kvennahreyfingar Öryrkjabandalagsins um konur með fötlun.
Félagsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira