Ávarpaði sameinaðan þingfund fyrstur framkvæmdastjóra NATO Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. apríl 2019 19:00 Ræða Stoltenberg mældist vel fyrir í þinginu. EPA/JIM LO SCALZO Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“ Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var í dag fyrsti framkvæmdastjóri þess og raunar fyrsti leiðtogi alþjóðlegrar stofnunar til að ávarpa sameiginlegan þingfund fulltrúadeildar og öldungadeildar Bandaríkjaþings. Stoltenberg er í Washington ásamt utanríkisráðherrum allra 29 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins til að fagna því að 70 ár eru frá stofnun bandalagsins. Ísland er meðal stofnþjóða og tók þátt í undirritun stofnsáttmála bandalagsins í Washington fyrir 70 árum. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra mun taka þátt í hátíðarfundi Atlantshafsbandalagsins á morgun. Í morgun fundaði Stoltenberg með Donald Trump Bandaríkjaforseta áður en hann hélt á Bandaríkjaþing. Til að ávarpa sameiginlegan þingfund þingdeildanna tveggja. „Á morgun eru sjötíu ár frá því að stofnsáttmáli Atlantshafsbandalagsins var undirritaður í þessari merku borg,“ sagði Stoltenberg. „Þann dag sagði Truman Bandaríkjaforseti að hann vonaðist til að skapa skjöld gegn ágengni og óttanum gegn ágengni.“ Hann sagði Atlantshafið ekki greina bandalagsríkin í sundur heldur sameinaði þau. Í því samhengi virðist hann ekki hafa staðist mátið við að koma norrænum landkönnuðum að í ræðu sinni. „Fyrir Norðmann eins og mig er það Atlantshafið sem skilgreinir hver við erum. Það var jú norrænn maður, Leifur Eiríksson, sem var fyrstur Evrópumanna til að ná ströndum Ameríku. Fyrir næstum þúsund árum síðan. Reyndar myndu fleiri vita af því ef hann hefði ekki yfirgefið álfuna svo fljótt og ákveðið að segja engum frá því.“
Bandaríkin NATO Tengdar fréttir Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37 Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Sendu orrustuþotur á móti rússneskum sprengjuflugvélum við Ísland Rússneskar herflugvélar flugu síðast inn á loftrýmiseftirlitssvæðið í desember 2018. 18. mars 2019 16:37
Þjóðin kjósi um aðild að NATO Átta þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. 1. apríl 2019 07:15