Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:47 Nadler formaður hefur nú heimild til að gefa út stefnur til að knýja á um að fá Mueller-skýrsluna í hendur. Vísir/EPA Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37