Skrifa undir samninginn síðdegis Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. apríl 2019 12:56 Reikna má með því að þröngt verði á þingi í Borgartúninu um þrjúleytið þegar pennarnir verða mundaðir og blekinu komið á blaðið. Vísir/Vilhelm Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Samningsaðilar höfðu gert sér vonir um að þetta gæti gerst í gær og var allt til reiðu til að kynna aðkomu ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum klukkan hálf sjö. Samningsaðilar þurfu hins vegar lengri tíma og funduðu fram að miðnætti og hittust síðan aftur í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforsi ASÍ segir málið flókið og það taki tíma að gera samningana klára til undirritunar. Samningarnir séu upp á tugi blaðsíðna og um sé að ræða tugi undirsamninga. Vanda verði til verka enda verið að semja um lífskjör fólks til þriggja ára. Forsetateymi Alþýðusambandsins hafi átti fundi með forsætis- og fjármálaráðherra í gær þar sem farið hafi verið yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann telji ríkisstjórnin koma með mun meira en áður hafi sést. Ríkisstjórnin mun opinbera aðgerðir sínar síðar í dag, öðru hvoru megin við undirritun samninganna klukkan þrjú. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að barnabætur byrji að skerðast við hærri tekjur en nú er, sérstökum ráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaup á húsnæði og varðandi aðstoð við fólk á leigumarkaði. Þá verður ný útfærsla á áður framkomnum tillögum í skattamálum með nýju lágtekju skattþrepi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Síðan er það fæðingarorlof, við höfum auðvitað áður greint frá því, það er risastórt mál. Við höfum verið að ræða barnabætur í því samhengi. Ástæðan fyrir því að við setjum þessi mál á dagskrá er að það sem stjórnvöld hafa verið að kynna, til dæmis gagnagrunnur okkar Tekjusagan, er að ungt fólk, barnafólk, hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Við hugsum okkar aðgerðir inn í að mæta þessum hópi og tryggja hans kjör.“Fréttin var uppfærð þegar ljóst var að undirritun samninga yrði ekki klukkan þrjú heldur myndi dragast síðdegis.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira