Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 10:15 Boeing ætlar að gefa út hugbúnaðaruppfærslu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Vísir/EPA Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48