Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. apríl 2019 06:00 Fortnite-spilarar í Las Vegas spila saman í góðum hópi. Fortnite-deild KR gæti orðið til verði hugmyndinni hrint í framkvæmd. NordicPhotos/GETTY „Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
„Mörg börn og unglingar hafa verið föst í viðjum tölvufíknar. Þau eru jafnvel farin að eiga engin persónuleg samskipti við aðra en sína nánustu. Ef litið er á tölvuleikjaspilun sem hverja aðra íþrótt, mætti ætla að það gæti hjálpað þessum einstaklingum,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borgarstjórnar í gær þegar borgarstjórn ræddi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir. Tillagan gerir ráð fyrir að borgin styðji íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að iðkendur geti nýtt sér frístundakort Reykjavíkur við iðkun rafíþrótta í samræmi við reglur um frístundakortið. Við umræðu um málið á fundi borgarstjórnar í gær sagði Katrín að með tilkomu rafíþróttadeilda gætu börn mætt til æfinga og hitt aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál.Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Katrín fór yfir nokkrar sögulegar staðreyndir um rafíþróttir og rifjaði upp fyrsta stórmót rafíþrótta; heimsmeistaramótið í Space Invaders sem haldið var árið 1980 í Bandaríkjunum þar sem 10 þúsund manns tóku þátt. Á undanförnum árum hafi rafíþróttir laðað að sér mikið af fjárfestum, einnig hér á landi. Verðlaunafé á heimsmeistaramótum eru heldur engar smáupphæðir; 2,6 milljarðar króna hafi farið í verðlaun á Dota 2 International mótinu og nú hafi Epic Games, framleiðandi Fortnite tilkynnt að verðlaunafé heimsmeistaramóts leiksins 2019 verði 50 milljónir dollara eða um 6 milljarðar króna. Katrín fór einnig yfir rafíþróttir sem sjónvarpsviðburði og benti á að árið 2018 horfðu yfir 200 milljón manns á úrslit heimsmeistaramótsins í League of Legends 2018. Það er töluvert fleiri en horfðu á Ofurskálina. Formenn þriggja íþróttafélaga í Reykjavík hafa lýst stuðningi við tillöguna í yfirlýsingu. Þar er vísað til forvarnargildis íþróttastarfs og jákvæðra áhrifa þess á félagsfærni barna. „Við undirritaðir viljum styðja þessa tillögu og teljum að þetta geti bæði aukið fjölbreytni íþróttastarfs, en einnig leitt til að börn og ungmenni, sem ekki taka þátt í starfi íþróttafélaga sjái tækifæri til að sinna sínum hugðarefnum innan þeirra raða. Undir stuðningsyfirlýsinguna rita formenn Víkings, KR og Fjölnis. Tillögunni var mjög vel tekið hjá borgarfulltrúum og eftir umræðu í borgarstjórn var málinu vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar til nánari útfærslu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira