Engu nær Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru níu dagar þar til aukafrestur Breta til útgöngu úr Evrópusambandinu rennur út. Þrátt fyrir það er breska ríkisstjórnin engu nær þegar kemur að því að leysa úr flækjunni. Samningur Theresu May forsætisráðherra hefur verið felldur þrisvar. Í síðasta skiptið meira að segja þótt May hafi lofað að segja af sér yrði hann samþykktur. Þingmenn hafa líka haldið fjöldann allan af atkvæðagreiðslum um hinar og þessar útfærslur á Brexit. Engin þeirra hefur fengið meirihluta í þinginu þótt tvær þeirra, svokallað mjúkt Brexit með áframhaldandi tollabandalagi annars vegar og hins vegar önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, hafi komist ansi nálægt. Íhaldsflokkurinn logar stafnanna á milli og telst vart stjórntækur. Kannanir sýna að flokkurinn myndi bíða afhroð ef boðað yrði til kosninga nú. May reynir því með öllum mætti að komast hjá því að boða til nýrra þingkosninga til að freista þess að höggva á hnútinn. Óstýriláti armur flokksins, með tækifærissinnann Boris Johnson og spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, hefur verið fylgjandi hörðu Brexit og jafnvel útgöngu án samnings. Þeir hafa reynst May afar óþægur ljár í þúfu svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Nú virðist sem Theresa May hafi loksins misst þolinmæðina fyrir samflokksmönnum sínum, enda með hnífasett í bakinu eftir síðustu mánuði. Í gær tilkynnti hún að til stæði að sækja um lengri frest til Evrópusambandsins, þó ekki lengur en til 22. maí en þá er kosið til Evrópuþingsins. Því næst myndi hún ganga á fund Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, og freista þess að ná sameiginlegri lendingu. Ljóst er að með því aukast líkurnar á mjúku Brexit, það er að segja að Bretland og Evrópusambandið muni áfram vera í nánu sambandi að útgöngu lokinni. Jafnvel ganga einungis út að nafninu til, vera áfram í tollabandalagi og með aðgang að innri markaðnum. Brexit-liðar voru auðvitað fljótir að saka May um drottinsvik. En skömmin er þeirra. Það voru Boris Johnson og félagar sem lugu bresku þjóðina fulla í þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016. Hátterni þeirra í kjölfarið hefur svo verið algerlega ábyrgðarlaust. Ósigur þeirra yrði alger ef þessi verður raunin. Kannski viðeigandi enda hefur draumsýn þeirra aldrei verið annað en tálsýn. Það segir ýmislegt um þetta fáránlega sjálfskaparvíti að besta útgáfan af Brexit er sennilega sú sem breytir sem allra minnstu. Auðvitað var alltaf betur heima setið en af stað farið. Kjósendur alls staðar ættu að láta Brexit sér að kenningu verða. Brexit leynist víða. Vörumst þá sem selja snákaolíu.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar