Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:11 Frá Hlemmi í gærmorgun þegar farþegar biðu eftir strætó á meðan akstur lá niðri. Vísir/EgillA Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst. Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. Verkfallið hófst í gær og lögðu starfsmenn niður vinnu á háanna tíma eða milli 8 og 10 að morgni og fjögur og sex seinni part. Aðgerðin var sérhönnuð fyrir þennan vinnustað og fylgdi því ekki sömu verkfallsaðgerðum og voru á hótelum og hópferðabifreiðum. „Það er búið að aflýsa verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða. Ákvörðunin var tekin að höfðu samráði við starfsmenn og er það byggt á hluta til á því sem gerðist í viðræðunum við SA í gær. En líka á því að forsvarsmenn fyrirtækisins sýndu ákveðið viðmót og sveigjanleika sem varð til þess að starfsmenn voru tilbúnir að fallast á þetta og sýnir samstöðumátt verkafólks,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Sólarhringsverkföllum á hótelum og í hópbifreiðafyrirtækjum var aflýst seint í gærkvöldi í kjölfar árangurs sem náðst hafði í samningaviðræðum í karphúsinu. Verkföllum hjá Almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra Strætó, var þó ekki aflýst á sama tíma.Hvers vegna? „Vegna þess að þessi verkfallsaðgerð var sérhönnuð og sérstaklega þróuð á þessum vinnustað og fyrir þennan vinnustað af starfsmönnunum. Og að hluta til vegna mála sem varða þeirra vinnustaðabundnu starfskjör. Okkur sem erum í viðræðunum fyrir hönd Eflingar fannst ekki rétt að fólk úr samninganefnd okkar sem hittist í gær fjallaði eingöngu um það án samráðs við starfsmenn á vinnustaðnum. Svo að við formaður Eflingar vildum fara og eiga fund með trúnaðarmönnum, starfsfólki og forsvarsmönnum fyrirtækisins áður en þessi ákvörðun yrði tekin.“ Bifreiðastjórar munu stöðva akstur í dag milli 16 og 18 eins og áætlað var en öðrum verkföllum hefur verið aflýst.
Samgöngur Strætó Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30