Segir sumarið geta orðið erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 1. apríl 2019 21:08 Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira