Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 21:23 Barr ætlar að ræða efni Mueller-skýrslunnar í fyrramálið, áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér hana. Vísir/EPA Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Bandarískir fréttamenn furða sig nú á ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að boða til blaðamannafundar vegna birtingar Mueller-skýrslunnar svonefndu í fyrramálið. Fundurinn verður haldinn áður en fréttamenn hafa náð að kynna sér efni hennar. William Barr, dómsmálaráðherra, ætlar að birta rannsóknarskýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Trump forseta við þá og meintar tilraunir forsetans til að hindra framgang réttvísinnar á morgun. Strikað verður yfir þá hluta skýrslunnar sem Barr telur að leynd eigi að ríkja um. Hann á að koma fram á blaðamannafundi sem á að hefjast klukkan 9:30 að staðartíma í Washington-borg í fyrramálið, klukkan 13:30 að íslenskum tíma, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar ætlar hann að ræða efni skýrslunnar ásamt Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherranum, sem hafði umsjón með með rannsókninni að mestu leyti. Fréttamenn hafa vakið athygli á tímasetningu blaðamannafundarins enda munu þeir ekki hafa tækifæri til að kynna sér efni skýrslunnar og þannig spurt gagnrýninna spurninga á fundinum. „Nema dómsmálaráðuneytið ætli að birta skýrsluna fyrir klukkan sex í fyrramálið munu blaðamenn ekki hafa tíma til að melta hvað er í skýrslunni áður en þeir mæta á þennan blaðamannafund og spyrja spurninga um það sem er í skýrslunni,“ segir Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, á Twitter. „Ef það á að vera blaðamannafundur með Barr væri best að hafa hann nokkrum klukkustundum eftir á/daginn eftir að skýrslan er birt, og gefa blaðamönnum tækifæri á að lesa hana og móta upplýstar spurningar. Það virðist ekki vera fyrirætlun Barr,“ tístir Daniel Dale, fréttaritari kanadíska blaðsins Toronto Star í Washington. Eina sem vitað er um niðurstöður Mueller fram að þessu er fjögurra blaðsíðna bréf sem Barr skrifaði Bandaríkjaþingi í mars. Þar sagði hann að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hefði lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Mueller hafi ekki komist að niðurstöðu um hvort Trump forseti hafi gerst sekur um að hindra framgang réttvísinnar. Barr tilkynnti á sama tíma að hann og Rosenstein hefðu ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump og bandamenn hans hafa lýst skýrslunni sem algerri hreinsun saka fyrir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að Barr birti skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. Þeir hafa samþykkt stefnur sem þeir eru tilbúnir að gefa út verði ráðherrann ekki við því.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30 Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21
Mueller-skýrslan kemur almenningi fyrir sjónir á fimmtudag William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun birta Mueller-skýrsluna svokölluðu á fimmtudagsmorgun að bandarískum tíma. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði gerði opinber en búið verður að má út viðkvæmar upplýsingar fyrir birtingu skýrslunnar. 15. apríl 2019 16:30
Dómsmálaráðherra Trump tekur upphaf Rússarannsóknarinnar til skoðunar William P. Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í kvöld telja að "njósnað“ hafi verið um framboð Donald Trump, forseta, og sagðist hann ætla að kanna hvort reglur hafi verið brotnar. 10. apríl 2019 22:15