Fullkomin frammistaða markvarðar Empoli: Varði 17 skot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2019 11:30 Dragowski átti leik upp á tíu gegn Atalanta. vísir/getty Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta. Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Empoli getur þakkað markverði sínum, Bartlomiej Dragowski, fyrir jafnteflið sem liðið gerði við Atalanta í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Leikar fóru 0-0 en það var eina tölfræðin sem var jöfn. Atalanta var með gríðarlega yfirburði í leiknum en mistókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum í mark Empoli. Atalanta átti 47 skot í leiknum gegn aðeins þremur hjá Empoli. Átján þessara skota fóru á markið en Empoli átti bara eitt skot á mark. Dragowski átti draumaleik í marki Empoli og varði hvorki fleiri né færri en 17 skot. Tölur sem hvaða handboltamarkvörður sem er væri stoltur af.Atalanta had 47(!) shots and 18(!) of those were on target but still couldn't find a way past Empoli. Empoli goalkeeper Bartłomiej Drągowski made 17 saves - a record in one of Europe's top five leagues this season Full match statistics -- https://t.co/ikBhu02O7xpic.twitter.com/WS7bJW93Jn — WhoScored.com (@WhoScored) April 15, 2019 Um met er að ræða en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum og sama leiknum í fimm bestu deildum Evrópu síðan tölfræðisíðan WhoScored.com byrjaði að taka tölfræði úr þeim fyrir tíu árum.Bartlomiej Dragowski: Made 17 saves against Atalanta last night - a record of any keeper in Europe's top five leagues since we started receiving stats in 2009. His total equated to 24% of the saves made by the 20 Serie A GKs in action combined in GW32. He's 21-years old!pic.twitter.com/5cicaF8SQm — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Pólski markvörðurinn fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá WhoScored.com og er fyrsti markvörðurinn í fimm bestu deildum Evrópu sem fær tíu í einkunn á tímabilinu.Bartlomiej Dragwoski earns our first 10 rating for a GK in Europe's top five leagues this season to star in our Serie A team of the week: Dragowski@ddambrosio@kkoulibaly26 Bonifazi@fedepelu13 Berardi Gomez Kessie@OfficialEL92 Ilicic@EdDzekohttps://t.co/x7C9pK8Ce8pic.twitter.com/18tWtBbfcA — WhoScored.com (@WhoScored) April 16, 2019 Stigið var afar vel þegið fyrir Empoli sem er í 18. og þriðja neðsta sæti ítölsku deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. Atalanta grætur hins vegar töpuð stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Atalanta er í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Dragowski, sem er 21 árs, gekk í raðir Empoli í janúar á þessu ári á láni frá Fiorentina. Leikurinn gegn Atalanta í gær var hans áttundi fyrir Empoli og annar leikurinn þar sem hann heldur hreinu. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá nokkrar af markvörslum Dragowskis í leiknum gegn Atalanta.
Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira