Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 10:39 Hafísinn á Beringshafi hefur verið með minnsta móti í vetur sem hefur verið einstaklega hlýr í Alaska. AP/Marc Lester Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla. Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi í Alaska í vetur og byrjun vors leiddu til þess að mikilvægar ár þar þiðnuðu fyrr en nokkru sinni áður. Árnar eru mikilvægar samgönguæðar fyrir íbúa að vetri til og gleðjast þeir því lítt yfir snemmbúnu vori. Ísinn á Tanana-ánni, þverá Júkonfljóts, í borginni Nenana inni í miðju Alaska brotnaði endanlega upp skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi. Borgarbúar hafa veðjað um hvenær áin þiðnar í rúma öld og hefur það aldrei gerst nærri því eins snemma og í ár, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árið 1998 og 1940 gerðist það 20. apríl. Kuskokwim-áin í Bethel í suðvesturhluta Alaska þiðnaði á föstudag, rúmri viku fyrr en fyrra met. Að meðaltali hafi árnar hrist af sér ísinn um viku fyrr frá því á 7. áratugnum. Frumbyggjar á svæðinu nýta sér árnar til samgangna enda er vegasamgöngum ábótavant. Nú þegar árnar þiðna fyrr en áður þurfa íbúarnir að reiða sig í auknum mæli á dýrar flugsamgöngur. Ísinn er einnig orðin ótraustur fyrr en áður. Þannig fórust fjórir þegar farartæki þeirra féllu í gegnum ísinn á Kuskokwim-ánni í síðasta mánuði. Veturinn í Alaska var óvenjuhlýr og var útbreiðsla hafíss á Beringshafi í lægstu lægðum. Hitamet var slegið í ríkinu í mars og er það tengt þeim loftslagsbreytingum af völdum manna sem nú eiga sér stað á jörðinni. „Þetta er bara önnur vísbending um hvernig Alaska er að hlýna,“ segir Brian Brettschneider, loftslagsvísindamaður við Alþjóðlegu norðurskautsrannsóknamiðstöð Alaska-háskóla.
Bandaríkin Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58