Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Assange er talinn ætla að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna með kjafti og klóm. Vísir/EPA Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Forseti Ekvador fullyrðir að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hafi notað sendiráð landsins í London sem „njósnamiðstöð“. Ekkert annað ríki hafi haft áhrif á ákvörðun ríkisstjórnar Ekvadors um að afturkalla hæli Assange í síðustu viku. Assange hafði dvalið í ekvadorska sendiráðinu í London í sjö ár áður en hann var borin þaðan út af breskum lögreglumönnum á fimmtudag. Þangað leitaði hann upphaflega hælis til að koma sér undan mögulegu framsali til Svíþjóðar þar sem hann var til rannsóknar fyrir kynferðisbrot. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, segir við breska blaðið The Guardian að Assange hafi ítrekað brotið gegn skilmálum þess að honum var veitt hæli og að Ástralinn hafi notað sendiráðið sem miðstöð fyrir njósnir. „Hver tilraun til til að valda óstöðugleika er ámælisverð fyrir Ekvador vegna þess að við erum fullvalda þjóð og berum virðingu fyrir stjórnmálum hvers lands,“ segir Moreno. Wikileaks hafði lengi sakað ekvadorsk stjórnvöld um að reyna að bola Assange úr sendiráðinu. Uppljóstranavefurinn hefur verið bendlaður við nafnlausa vefsíðu sem spratt upp kollinum þar með fullyrðingum um forsetann og fjölskyldu hans. Moreno neitar því að ákvörðunin um að svipta Assange hæli hafi verið hefndaraðgerð vegna leka um hann. Vísaði hann til tilrauna Assange til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja, þar á meðal birtingu gagna Páfagarðs í upphafi árs. „Við getum ekki leyft að húsið okkar, hús sem opnaði dyr sínar, verði að njósnamiðstöð. Þessar aðgerðir brjóta gegn hælisskilmálunum. Ákvörðun okkar er ekki gerræðisleg heldur byggð á alþjóðalögum,“ segir forsetinn. Lenín Moreno, forseti Ekvadors.Vísir/EPA Jennifer Robinson, lögmaður Assange, hafnar ásökunum Moreno og segir þær „svívirðilegar“. Ótti Assange um að framselja ætti hann í hendur Bandaríkjastjórnar hafi reynst á rökum reistur. Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að Assange verði framseldur vegna ákæru um að hann hafi lagt á ráðin um að brjótast inn í tölvu varnarmálaráðuneytisins. Moreno neitar því í viðtalinu að Assange hafi verið sviptur hælinu að undirlagi annars ríkis. Bresk stjórnvöld hafi fullvissað hann um að mannréttindi Assange verði virt í hvívetna. Hann verði ekki framseldur til annars ríkis þar sem hann gæti verið beittur pyntingum, illri meðferð eða dauðarefsingu. Assange gæti átt yfir höfði sér tólf mánaða fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu þegar hann leitaði í sendiráðið á sínum tíma. Þangað leitaði hann eftir að hann tapaði dómsmáli um framsal til Svíþjóðar. Í viðtalinu við Guardian gagnrýndi Moreno Assange harðlega fyrir hvernig hann kom fram við starfsfólk sendiráðsins á meðan hann dvaldi þar og umgengni hans. „Hreinlætishegðun hans var óviðunandi allan tímann sem hann dvaldi þar sem hafði áhrif á hans eigin heilsu og loftið innan í sendiráðinu,“ segir forsetinn.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Rukka Assange um málskostnað Hæstiréttur Svíþjóðar úrskurðaði í gær að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, skyldi sjálfur greiða um 115 milljónir króna í málskostnað vegna rannsóknar á kynferðisbrotamálum gegn honum. 13. apríl 2019 07:30
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44