Umfjöllun: Norður-Makedónía - Ísland 24-24 | Elvar tryggði Íslandi stig í Skopje Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2019 20:00 Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk. Fréttablaðið/Stefán Elvar Örn Jónsson tryggði íslenska karlalandsliðinu í handbolta stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld þegar hann jafnaði í 24-24 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson veðjaði á Viktor Gísla Hallgrímsson í íslenska markinu og hann þakkaði traustið. Þessi 18 ára strákur varði 13 skot í leiknum (38%), þar af tvö síðustu skot Norður-Makedóníu. Sterk frammistaða hjá Viktori Gísla sem er kominn til að vera í landsliðshópnum.Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Norður-Makedóníu á miðvikudaginn, 33-34, og Ómar Ingi Magnússon hefur væntanlega ekki sofið rótt eftir leikinn enda gerði hann afdrífarík mistök undir lok hans. Selfyssingurinn svaraði hins vegar frábærlega fyrir sig og lék sinn besta landsleik í kvöld. Ómar Ingi skoraði átta mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Íslenska liðið lék lengst af vel en slakir kaflar um miðbik beggja hálfleika gerðu því erfitt fyrir. Ísland var þremur mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik, 15-18. Norður-Makedónía svaraði með 5-0 kafla og komst í afar vænlega stöðu. En íslenska liðið sýndi styrk og vann síðustu sex mínútur leiksins 4-2 og náði í stig á erfiðum útivelli. Elvar jafnaði þegar þrjár sekúndur voru eftir og Viktor Gísli varði svo lokaskot Filips Kuzmanovski.Af hverju varð jafntefli? Úr því sem komið var getur íslenska liðið vel við unað. Staðan var orðin strembin en öfugt við síðasta leik gáfu Íslendingar í undir lokin. Íslenska vörnin var miklu betri en á miðvikudaginn og Daníel Ingason og Ýmir Örn Gíslason áttu frábæra innkomu í hana. Ísland hélt t.a.m. hreinu síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. Norður-Makedónía átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar Kiril Lazarov lék á alls oddi. Sem betur fer dugði það þeim ekki til sigurs.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var kaflaskiptur. Sóknin var frábær framan af fyrri hálfleik en datt svo niður um miðbik hans. Það sama gerðist í seinni hálfleik en 6-0 vörn Norður-Makedóníu virtist slá Ísland út af laginu. Tapaðir boltar reyndust dýrir en Norður-Makedóníumenn refsuðu ítrekað fyrir þá. Guðjón Valur Sigurðsson náði sér engan veginn á strik og Ísland fékk ekki mark úr vinstra horninu í leiknum. Þá skoruðu Íslendingar aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Aron Pálmarsson átti stórleik á miðvikudaginn en hafði hægar um sig í kvöld. Hann var full passívur undir lokin og sleppti því að skjóta í ágætum færum. Aron átti þó sinn skref af stoðsendingum eins og venjulega, þ.á.m. eina frábæra á Arnór Þór Gunnarsson undir lokin.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði átti Ómar Ingi glansleik, var áræðinn en á sama tíma skynsamur og dró íslenska sóknarvagninn á löngum köflum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum. Sveitungi hans, Elvar Örn, skoraði jöfnunarmarkið og var frábær í vörninni. Daníel og Ýmir bundu íslensku vörnina mun betur saman en Ólafur Gústafsson og Arnar Freyr Arnarsson og Norður-Makedónía þurfti að hafa mikið fyrir mörkunum sínum eftir mannabreytingarnar á vörn Íslands. Þá var Viktor Gísli mjög góður í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og sýndi að Guðmundur tók rétta ákvörðun þegar hann skipti um markverði fyrir leikinn í Skopje. Lazarov var frábær í norður-makedónska liðinu í seinni hálfleik og Borko Ristovski varði mjög vel í þeim fyrri.Hvað gerist næst? Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní. Íslenska liðið fer alltaf upp úr riðlinum en sökum tapsins fyrir Norður-Makedóníu á miðvikudaginn er langsótt að Ísland vinni riðilinn. EM 2020 í handbolta
Elvar Örn Jónsson tryggði íslenska karlalandsliðinu í handbolta stig gegn Norður-Makedóníu í undankeppni EM 2020 í kvöld þegar hann jafnaði í 24-24 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Guðmundur Guðmundsson veðjaði á Viktor Gísla Hallgrímsson í íslenska markinu og hann þakkaði traustið. Þessi 18 ára strákur varði 13 skot í leiknum (38%), þar af tvö síðustu skot Norður-Makedóníu. Sterk frammistaða hjá Viktori Gísla sem er kominn til að vera í landsliðshópnum.Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Norður-Makedóníu á miðvikudaginn, 33-34, og Ómar Ingi Magnússon hefur væntanlega ekki sofið rótt eftir leikinn enda gerði hann afdrífarík mistök undir lok hans. Selfyssingurinn svaraði hins vegar frábærlega fyrir sig og lék sinn besta landsleik í kvöld. Ómar Ingi skoraði átta mörk og var markahæstur í íslenska liðinu. Íslenska liðið lék lengst af vel en slakir kaflar um miðbik beggja hálfleika gerðu því erfitt fyrir. Ísland var þremur mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik, 15-18. Norður-Makedónía svaraði með 5-0 kafla og komst í afar vænlega stöðu. En íslenska liðið sýndi styrk og vann síðustu sex mínútur leiksins 4-2 og náði í stig á erfiðum útivelli. Elvar jafnaði þegar þrjár sekúndur voru eftir og Viktor Gísli varði svo lokaskot Filips Kuzmanovski.Af hverju varð jafntefli? Úr því sem komið var getur íslenska liðið vel við unað. Staðan var orðin strembin en öfugt við síðasta leik gáfu Íslendingar í undir lokin. Íslenska vörnin var miklu betri en á miðvikudaginn og Daníel Ingason og Ýmir Örn Gíslason áttu frábæra innkomu í hana. Ísland hélt t.a.m. hreinu síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks. Norður-Makedónía átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar Kiril Lazarov lék á alls oddi. Sem betur fer dugði það þeim ekki til sigurs.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn var kaflaskiptur. Sóknin var frábær framan af fyrri hálfleik en datt svo niður um miðbik hans. Það sama gerðist í seinni hálfleik en 6-0 vörn Norður-Makedóníu virtist slá Ísland út af laginu. Tapaðir boltar reyndust dýrir en Norður-Makedóníumenn refsuðu ítrekað fyrir þá. Guðjón Valur Sigurðsson náði sér engan veginn á strik og Ísland fékk ekki mark úr vinstra horninu í leiknum. Þá skoruðu Íslendingar aðeins tvö mörk úr hraðaupphlaupum. Aron Pálmarsson átti stórleik á miðvikudaginn en hafði hægar um sig í kvöld. Hann var full passívur undir lokin og sleppti því að skjóta í ágætum færum. Aron átti þó sinn skref af stoðsendingum eins og venjulega, þ.á.m. eina frábæra á Arnór Þór Gunnarsson undir lokin.Hverjir stóðu upp úr? Eins og áður sagði átti Ómar Ingi glansleik, var áræðinn en á sama tíma skynsamur og dró íslenska sóknarvagninn á löngum köflum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum. Sveitungi hans, Elvar Örn, skoraði jöfnunarmarkið og var frábær í vörninni. Daníel og Ýmir bundu íslensku vörnina mun betur saman en Ólafur Gústafsson og Arnar Freyr Arnarsson og Norður-Makedónía þurfti að hafa mikið fyrir mörkunum sínum eftir mannabreytingarnar á vörn Íslands. Þá var Viktor Gísli mjög góður í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og sýndi að Guðmundur tók rétta ákvörðun þegar hann skipti um markverði fyrir leikinn í Skopje. Lazarov var frábær í norður-makedónska liðinu í seinni hálfleik og Borko Ristovski varði mjög vel í þeim fyrri.Hvað gerist næst? Ísland mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í júní. Íslenska liðið fer alltaf upp úr riðlinum en sökum tapsins fyrir Norður-Makedóníu á miðvikudaginn er langsótt að Ísland vinni riðilinn.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik