Neysla ungmenna á kókaíni að aukast og verða hættulegri Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 11. apríl 2019 19:15 Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15