Dýralæknar meta hvort mjaldrar sigla frá Þorlákshöfn Sighvatur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 19:30 1600 tonna laug bíður mjaldranna í nýju sædýrasafni í Vestmannaeyjum. Vísir/Sighvatur Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil. Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Komu tveggja mjaldra til Vestmannaeyja gæti seinkað vegna stöðu í samgöngumálum milli lands og Eyja. Ráðgert er að flytja mjaldrana ríflega 9.000 kílómetra leið frá sædýrasafni í Sjanghæ í Kína til Heimaeyjar á þriðjudag.Óvíst með opnun Landeyjahafnar Síðasti leggurinn átti að vera rúmlega hálftíma sigling frá Landeyjahöfn sem er enn lokuð. Unnið er að dýpkun Landeyjahafnar fyrir Herjólf og líklega siglir ferjan um Þorlákshöfn á þriðjudag. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, segir að frá upphafi hafi verið gert ráð fyrir því að veður gæti haft áhrif á flutning mjaldranna til Eyja. „Nú er veðurspáin ekki góð, við vitum hvernig spár geta breyst fljótt, þannig að við vonum það besta.“Til stóð að flytja mjaldrana síðasta spölinn með Herjólfi frá Landeyjahöfn til Eyja.Vísir/SighvaturAðspurður hvort óhætt sé að flytja mjaldrana sjóleiðina frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja segir Páll Marvin að það sé ákvörðun dýralækna. Ef þeir meti það í lagi verði það gert, annars ekki.Mjaldrarnir verða fyrstu vikurnar í sóttkví í sérsmíðaðri laug sem er fjögurra metra djúp.Vísir/SighvaturMiklar framkvæmdir hafa verið við nýtt sædýrasafn í endurbættu húsnæði gömlu Fiskiðjunnar á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Fiska- og náttúrugripasafn var stofnað í Eyjum 1964. Öll starfsemi þess hefur verið flutt í nýja húsnæðið.1600 tonna laug Ýmsar nýjungar eru á nýja sædýrasafninu, þar á meðal fjögurra metra djúp laug fyrir mjaldrana tvo. Laugin tekur um 1600 tonn af sjó sem er þrefalt vatnsmagn sundlaugar Vestmannaeyja. Mjaldrarnir hafa fengið nafnið Litla grá og Litla hvít. Þeir verða í lauginni í fjórar vikur hið minnsta, í sóttkví og til að aðlagast nýjum aðstæðum. Mjaldrarnir verða svo fluttir í kví í Klettsvík þar sem háhyrningurinn Keikó dvaldi um árabil.
Dýr Landeyjahöfn Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Ölfus Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira