Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 17:00 Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef einhver spyrði, myndu flestir halda að allt væri í himnalagi á Seltjarnarnesi. Lágir skattar, rólegheitasamfélag, Grótta er í Inkasso-deildinni og fjárhagur bæjarins í föstum skorðum. Reyndar hefur eitt helsta aðalsmerki bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina verið traustur og sjálfbær rekstur með myndarlegri uppbyggingu á nauðsynlegum innviðum, sem umgjörð utan um gott mannlíf. Þannig útnefndi tímaritið Vísbending Seltjarnarnes „Draumasveitarfélagið“ árið 2015 fyrir sérlega sterkan fjárhag. Heldur hefur hallað undan fæti síðan þá. Nú er svo komið að rekstur bæjarins er ekki lengur fjárhagslega sjálfbær. Þeirri staðreynd má ekki lengur halda frá íbúum bæjarins. Í byrjun maí fer fram önnur umræða um ársreikning Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 sem sýnir 46 milljón króna tap almenns rekstrar bæjarins (A-hluti), en 43 milljón króna hagnað að viðbættum rekstri B-hluta fyrirtækja bæjarins. Lögum samkvæmt þurfa bæjarfulltrúar að undirrita ársreikninginn. Að þessu sinni mun bæjarfulltrúi Viðreisnar gera það það með fyrirvara. Ástæðan er að með reikningnum gerir meirihluti Sjálfstæðisflokksins tilraun til að fela verulegan hallrekstur bæjarins. 217 milljón króna greiðsla til niðurfærslu á byggingarkostnaði hjúkrunarheimilis var færð til hækkunar á rekstrartekjum bæjarins þvert á venjur og reglur um reikningsskil. Þetta varð til þess að KPMG, endurskoðandi bæjarins, treystir sér ekki til að undirrita reikninginn án fyrirvara. Raunveruleg niðurstaða almenns rekstrar bæjarins (A hluta) á árinu 2018 er 264 milljóna króna halli. Alvarlegt er að meirihlutinn kýs að sýna rekstrarniðurstöðu sem að mati KPMG sýnir ekki raunverulega stöðu mála. Uppsafnaður halli af almennum rekstri Seltjarnarnesbæjar nemur 571 milljón króna á fjórum árum, 2015-2018. Á sama tíma var framkvæmdum fyrir um 250 milljónir sem fyrirhugaðar voru á árinu 2018 frestað, svo að tapið er í raun meira. Bærinn hefur enda safnað skuldum. Í lok árs 2014 voru skuldir sveitarfélagsins 1,5 milljarður króna. Í lok síðasta árs voru skuldirnar komnar upp í 4,8 milljarða, þ.e. skuldirnar uxu um 277% á meðan tekjurnar uxu einungis um 36%. Skuldastaðan í dag samsvarar rúmri milljón í skuld á hvern bæjarbúa. Á mínu heimili þýðir það að við skuldum sex milljónir ofan á okkar persónulegu skuldbindingar sem við sjálf tökum ákvörðun um. Stjórnendur bæjarins skulda íbúum svör um tvennt. Í fyrsta lagi; hvers vegna bjóða þeir bænum upp á reikningsskil sem KPMG getur ekki samþykkt athugasemdalaust? Hin spurningin er mikilvægari: Hvernig hyggjast stjórnendur bæjarins gera rekstur bæjarins sjálfbæran á komandi árum? Framundan er uppbygging síðasta hverfisins sem byggt verður á Seltjarnarnesi. Fyrir liggur að byggja þarf leikskóla fyrir 300 börn á allra næstu árum og sambýli fyrir fatlaða. Það verða dýrar framkvæmdir og bæjaryfirvöld verða að útskýra á mannamáli fyrir bæjarbúum hvernig þau sjá stöðu bæjarsjóðs að þessum framkvæmdum loknum og hvernig bærinn kemst á auðan sjó fjárhagslega, án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa. Minnihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi hefur lýst því yfir að hann er tilbúinn til leggja hendur á árar í því mikilvæga verkefni og vonandi þekkist meirihluti Sjálfstæðismanna það boð.Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar/Neslista
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar