Kæra foreldri. Þekkir þú reglurnar sem gilda um notkun léttra bifhjóla? Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:23 Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Vinsældir léttra bifhjóla í flokki I hafa aukist mikið hér á landi og sérstaklega hjá börnum og ungmennum. Við hjá Samgöngustofu fáum reglulega fyrirspurnir um reglur sem gilda um léttbifhjól eða vespur. Gefinn hefur verið út einblöðungur sem inniheldur upplýsingar um helstu atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Einblöðungurinn hefur verið sendur á alla grunnskóla landsins og er aðgengilegur á heimasíðu Samgöngustofu.Flokkur I og flokkur II Létt bifhjól í flokki I eða rafvespur eru þægilegur ferðamáti og eru þau í senn gagnleg, umhverfisvæn og skemmtileg tæki – ef þau eru notuð rétt. Um er að ræða vélknúin ökutæki sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst. hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Ökumaður bifhjólsins verður að vera orðinn 13 ára en ekki er gerð krafa um bifhjólapróf. Ökumönnum er skylt skv. lögum að vera með hjálm og gott er að nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til aksturs á bifhjóli. Ökumaður yngri en 20 ára má ekki aka með farþega á hjólinu. Ef hjólið kemst hraðar en 25 km/klst. er það komið í flokk II þar sem krafist er bifhjólaprófs eða ökuskírteinis. Foreldrar þurfa að vera meðvitaðir um að hægt er að breyta hámarkshraða hjólanna sé mikill vilji til þess. Einhver dæmi eru um að það sé gert án vitneskju foreldra og ábyrgðarmanna og þar með er hjólið komið í næsta flokk.Deilum stígnum Heimilt er að aka vespum á gangstétt, hjólastíg eða gangstíg svo framarlega sem það veldur ekki hættu eða óþægindum fyrir gangandi vegfarendur eða ef lagt hefur verið bann við því. Þar sem hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. er ekki mælt með því að þau séu notuð í almennri umferð þar sem hraði er meiri en 50 km/klst. - þó það sé heimilt. Á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum og ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða gangstíg er skylt að aka hjólinu á hjólastígnum. Ef ökumaður hjólsins þverar akbraut frá gangstíg skal hann ekki aka hraðar en sem nemur venjulegum gönguhraða. Mikilvægt er að við tökum höndum saman, fækkum slysum með því að leiðbeina ungum vegfarendum um notkun og öryggi á léttum bifhjólum í flokki I. Við viljum sérstaklega höfða til foreldra að sýna ábyrgð í verki og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt. Slysin verða ekki aftur tekin.Kolbrún G. ÞorsteinsdóttirSérfræðingur í öryggis- og fræðsludeildSamgöngustofu
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar