Beindi fyrirspurn að samflokkskonu sinni varðandi Procar Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2019 18:01 Þórdís Kolbrún sagðist hafa átt við að almennt væri íþyngjandi að svipta fyrirtæki starfsleyfi sínu, ekki bara í tilviki Procar. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum. Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurn að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra og samflokkskonu sinni, varðandi mál bílaleigunnar Procar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Áslaugar Örnu beindist að ummælum Þórdísar í viðtali við RÚV á dögunum þar sem ráðherrann sagði það íþyngjandi aðgerð að svipta bílaleiguna starfsleyfi og bað hún ráðherra að skýra mál sitt. Í svari Þórdísar sagðist hún fagna fyrirspurninni og taldi hana vera gott tækifæri til þess að skýra mál sitt. Sagði hún fyrirsögn fréttarinnar vera úr samhengi enda hafi hún átt við að það væri almennt íþyngjandi aðgerð að svipta fyrirtæki starfsleyfinu en Þórdís tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni í síðustu viku. „Það voru sem sagt ekki mín skilaboð að það væri sérstaklega íþyngjandi fyrir þetta fyrirtæki vegna þeirra brota sem það hafði framið að það væri svipt starfsleyfi.“ Þá sagði Þórdís eftirlit hins opinbera með fyrirtækjum landsins vera það dýrasta innan allra landa OECD og það þyrfti að passa að aukið eftirlit væri ekki svarið við öllu. Það myndi einungis bitna á fyrirtækjum, neytendum og skattgreiðendum að hafa eftirlit sem væri óskilvirkt, kostnaðarsamt eða óþarflega umfangsmikið. Frekar ætti að sjá til þess að refsiábyrgð lögaðila væri nægilega skýr enda myndi aukið eftirlit í þessu tilviki þýða eftirlit með 120 bílaleigum um allt land. „Þess vegna getur ekki svarið alltaf verið að það þurfi að auka eftirlitið á alla þegar einhver brýtur af sér,“ sagði ráðherrann að lokum.
Alþingi Bílaleigur Procar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Sjá meira
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38
Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. 20. febrúar 2019 21:15