Skoðun

Bankayfirlit

Guðmundur Brynjólfsson skrifar
Mér finnst ekki nema sjálfsagt að birta bankayfirlit mitt hér á þessum stað, það eru mannréttindi að hafa tækifæri til þess. Vegna plássleysis stikla ég á stóru frá áramótum:

Inn:

10.01. Bank of Nigeria. Ali N´Mugo BuBebe prins. Arfur. - 942.000.400

11.01. Arion banki. WOW (v. losunarkvóta). - 40.900.000

11.02. Banca D'Italia. Cosa Nostra. Þóknun. - 124.900.000

24.03. Arion banki. Miðflokkurinn. Styrkur v. myndbands. - 830

29.03. Bank of England. Ther­esa May. Ráðgjafastörf. - 20.000.000

10.04. Bank of Nigeria. li N´Mugo BuBebe prins. Arfur II. - 911.000.400

19.04. Seattle Bank. Seattle Sperm Bank. Afurðasala. - 51.900.000

27.04. Landsbankinn. Ísam. (v. endurgreiddar grænar baunir). - 97.045

Út:

11.01. Bónus. Lifrarpylsa. - 545

19.01. Miðflokkurinn. Félagsgjöld (v. Báru Halldórsdóttur) - 14.000

02.02. pokerstars.com. Spilaskuld (v. kötturinn Hamlet komst í VISA-kortið) - 198.600

24.02. Krónan. Lifrarpysla. - 545

26.02. Útvarp Saga. Styrkur. - 545

29.03. pokerstars.com. Spilaskuld (v. Hamlet komst aftur í kortið) - 229.000

09.04. Klausturbar (fékk að hlaða símann) - 250

15.04. Theresa May. Ráðgjafastörf (þurfti að skila) - 20.000.000

18.04. Beint frá býli. Hrossabjúgu - 10.000

20.04. pokerstars.com. Andskotans kö... - 908.000

21.04. Ástþór Magnússon. Flugfélag. - 10.000.000

Ég kalla þetta varla færslur.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×