Konan sem lést sögð hafa kastað sér fyrir kúlnahríðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 18:10 Getty/David McNew Konan sem lést í skotárásinni í bænahúsi gyðinga í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er sögð hafa kastað sér fyrir kúlnahríð árásarmannsins í von um að bjarga rabbína bænahússins. Þrír særðust í skotárásinni. Hinn sextuga Lori Gilbert Kaye var sú eina sem lést í árásinni en Naftali Bennet, ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni segir að hún hafi dáið hetjudauðdaga sem hafi „kastað sér fyrir kúlnahríðina“. Rabbíninn særðist í skotárásinni. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Bæjarstjórinn í bænum segir að gestir bænahússins hafi ráðist til atlögu gegn árásarmanninum og líklega afstýrt því að fleiri hafi látið lífið.Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi að auki mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn sé aðeins nítján ára gamall en svo virðist sem að han hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kona er látin og þrír aðrir eru særðir eftir skotárás manns sem virðist hafa lýst sér sem gyðingahatara og hvítum þjóðernissinna. 28. apríl 2019 07:59 Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Konan sem lést í skotárásinni í bænahúsi gyðinga í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er sögð hafa kastað sér fyrir kúlnahríð árásarmannsins í von um að bjarga rabbína bænahússins. Þrír særðust í skotárásinni. Hinn sextuga Lori Gilbert Kaye var sú eina sem lést í árásinni en Naftali Bennet, ráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni segir að hún hafi dáið hetjudauðdaga sem hafi „kastað sér fyrir kúlnahríðina“. Rabbíninn særðist í skotárásinni. Árásarmaðurinn notaði hríðskotariffil til að skjóta á gesti Chabad-bænahússins í bænum Poway í Kaliforníu, skammt frá borginni San Diego, í gærmorgun. Bæjarstjórinn í bænum segir að gestir bænahússins hafi ráðist til atlögu gegn árásarmanninum og líklega afstýrt því að fleiri hafi látið lífið.Vísbendingar eru sagðar um að riffill árásarmannsins hafi staðið á sér og að það hafi að auki mögulega komið í veg fyrir enn meira blóðbað. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hafði síðar samband við lögreglu og gaf sig fram. Hann hefur ekki komist í kast við lögin áður. Lögregla hefur sagt að árásarmaðurinn sé aðeins nítján ára gamall en svo virðist sem að han hafi birt einhvers konar stefnuyfirlýsingu á netinu, þar á meðal spjallborðinu 8chan. Þar hafi hann sagst vera innblásinn af hryðjuverkunum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði og fjöldamorði vopnaðs manns sem skaut ellefu manns til bana og særði sex aðra í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kona er látin og þrír aðrir eru særðir eftir skotárás manns sem virðist hafa lýst sér sem gyðingahatara og hvítum þjóðernissinna. 28. apríl 2019 07:59 Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Morðinginn í Kaliforníu sagður innblásinn af fyrri hryðjuverkum Kona er látin og þrír aðrir eru særðir eftir skotárás manns sem virðist hafa lýst sér sem gyðingahatara og hvítum þjóðernissinna. 28. apríl 2019 07:59
Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu. 27. apríl 2019 20:24