Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 10:09 Trump er sagður ráðfæra sig reglulega við sjónvarpsmanninn Sean Hannity (t.v.). Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrðir að rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og framboði hans hafi verið „valdarán“. Þrátt fyrir að greint sé frá fjölda aðgerða hans til að leggja stein í götu rannsóknar Roberts Mueller í skýrslu sérstaka rannsakandans staðhæfir forsetinn að hún staðfesti að hann hafi ekki hindrað framgang réttvísinnar eða átt í samráði við Rússa. Valdaránsbrigslin setti Trump fram í viðtali við Sean Hannity, þáttastjórnanda á hægrisinnuðu sjónvarpsstöðinni Fox News, í gærkvöldi. Viðtalið er það fyrsta sem forsetinn veitir frá því að skýrsla Mueller var gerð opinber á skírdag. Hannity hefur verið einarður stuðningsmaður Trump og hefur meðal annars tekið þátt í baráttufundum fyrir hann. „Þetta var valdarán. Þetta var tilraun til að steypa ríkisstjórn Bandaríkjanna af stóli,“ sagði Trump um rannsóknina sem bandaríska alríkislögreglan FBI hóf en Mueller var síðar falið að stýra sem sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Mueller gat ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt ólöglega á ráðin með útsendurum Rússa um afskipti af forsetakosningunum. Í skýrslu hans var þó að finna upplýsingar um fjölda samskipta ráðgjafa Trump og Rússa fyrir og eftir kosningarnar árið 2016.Sagði rannsakendunum að vera varir um sig Varðandi það hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar tók Mueller ekki afstöðu, meðal annars vegna þess að dómsmálaráðuneytið telur ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller skýrði ítarlegar í skýrslunni frá ítrekuðum tilraunum forsetans til þess að stöðva eða takmarka rannsóknina. Engu að síður fullyrti Trump í viðtalinu við Hannity að rannsókn Mueller hefði hreinsað hann af allri sök. Á sama tíma sagði hann rannsóknina „einhliða nornaveiðar“ sem „reiðir demókratar“ hefðu stýrt og að þeir væru jafnframt „mjög alvarlegir Trump-hatarar“, að því er segir í frétt Politico um viðtalið. Virtist hann einnig hóta rannsakendunum þegar hann sagði að sumir þeirra ættu að vera „mjög taugaóstyrkir“ vegna úttektar innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins á hvernig hlerunarheimildir voru fengnar. Fullyrti forsetinn að það mál væri stærsta pólitíska hneyksli í sögu Bandaríkjanna, stærra en Watergate-hneykslið sem leiddi til afsagnar Richards Nixon sem forseta. „Vegna þess hversu þýðingarmikið þetta var þá er það valdarán. Þetta var ekki stuldur á upplýsingum af skrifstofu í Watergate-byggingunni. Þetta var tilraun til valdaráns,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Trump ekki lengur sáttur við skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur varið síðustu vikum í að staðhæfa að skýrsla Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hreinsi hann af sök. Hann virðist hættur því. 19. apríl 2019 18:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43