Íhalds- og Verkamannaflokkur hefja aftur viðræður um Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. apríl 2019 07:45 Corbyn og May, leiðtogar stærstu flokka Bretlands. Nordicphotos/AFP Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira
Viðræður ríkisstjórnar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við Verkamannaflokkinn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hófust á ný í gær. Fyrsta lota viðræðna bar ekki árangur og fékk May nokkra gagnrýni á sig frá öðrum úr Íhaldsflokki fyrir að leita á náðir stjórnarandstöðunnar. Algjör pattstaða hefur ríkt á breska þinginu um Brexit. Þingið hefur í þrígang hafnað þeim samningi sem May-stjórnin náði við ESB um útgöngu en hefur sömuleiðis mistekist að ná saman um aðra nálgun í útgöngumálinu. Þá hefur þingið einnig hafnað samningslausri útgöngu og hefur því þurft að fresta útgöngu í tvígang. Nigel Evans, Íhaldsmaður og annar stjórnenda hinnar áhrifaríku 1992-nefndar flokksins, er sér meðal annars um vantraustsatkvæðagreiðslur, sagði við BBC í gær að May ætti að segja af sér eins og skot. „Eina leiðin út úr þessari pattstöðu er að Íhaldsflokkurinn fái nýjan leiðtoga,“ sagði Evans. Hann bætti því svo við að May væri nú að leita til Jeremys Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, þegar hún ætti að vera að leita til þjóðarinnar. Ósáttir Íhaldsmenn fengu það í gegn í vikunni að viðbótarlandsfundur yrði haldinn í næsta mánuði. Þar munu fulltrúar flokksins hvaðanæva af Bretlandi ræða um ráðgefandi vantrauststillögu á hendur May. Þetta er gert þar sem þingmenn mega ekki lýsa yfir vantrausti á May fyrr en í desember sökum þess að niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu í desember síðastliðnum var May í hag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Sjá meira