Drengjaflokkur Vestra (strákar fæddir 2002) varð í gær Scania Cup meistari í sínum aldursflokki eftir tveggja stiga sigur, 60-58, á Ulriken Eagles frá Noregi í úrslitaleik.
Vestri og Snæfell tefla fram sameiginlegu liði í drengjaflokki sem keppir undir merkjum Vestra. Sex úr liðinu koma frá Vestra og fjórir frá Snæfelli. Þjálfari þess er Nebojsa Knezevic.
Hugi Hallgrímsson skoraði 20 stig í úrslitaleiknum. Hann var langstigahæsti maður mótsins og var valinn besti leikmaður þess (Scania King).
Hugi var valinn í lið mótsins líkt og Ísak Örn Baldursson sem skoraði 14 stig í úrslitaleiknum.
Vestri lenti í 2. sæti síns riðils með einn sigur og eitt tap. Liðið vann hins vegar alla leiki sína í útsláttarkeppninni með samtals 48 stiga mun.
Stjarnan varð í 4. sæti í flokki drengja fæddra 2003. Orri Gunnarsson var valinn Scania Cup í þessum aldursflokki.
