Milli lífs og dauða Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2019 07:00 Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mörkin milli lífs og dauða eru í besta falli óljós og óræð. Hver getur raunverulega fullyrt um það hvar annað byrjar, og hitt endar?“ Þetta voru hugleiðingar sögumannsins í smásögu Edgars Allan Poe frá árinu 1844, Kviksettur. Þessi mörk, sem í hugum fæstra nútímamanna eru óljós, voru vafalaust mörgum hugleikin um liðna helgi, þegar sigri Jesú yfir dauðanum var minnst; upprisu hans og loforði um eilíft líf fagnað. Þvert á það sem fólk þekkti um miðja nítjándu öld, þegar margir voru haldnir fullkomlega skiljanlegum ótta við að vera grafnir lifandi, þá höfum við í dag staðlaðar og sannreyndar aðferðir þegar kemur að því að skera úr um hvort einstaklingur er lífs eða liðinn. Mörkin eru hreint ekki óræð. En þar með er ekki sagt að þau séu einföld. Rétt fyrir páskahelgi birti hópur taugavísindamanna við Yale-háskóla merkilega, en um leið afar undarlega, rannsókn í vísindaritinu Nature. Í vísindagreininni útskýrir hópurinn hvernig þeim tókst að endurlífga heila í svínum sem hafði verið slátrað nokkrum klukkustundum áður. Svínsheilarnir fengu enga næringu í fjórar klukkustundir, ekkert súrefni og engan glúkósa. Með orðinu „endurlífga“ er átt við að eðlileg efnaskipti voru endurvakin í heilum svínanna og að hrörnun heilans eftir dauða var að mestu stöðvuð. Þetta tókst vísindamönnunum með því að dæla tilbúnum blóðvökva í heilana og þannig koma súrefni og næringarefnum til frumnanna. Þrátt fyrir að um „endurlífgun“ hafi verið að ræða þá greindi heilariti aldrei vísbendingar um meðvitund eða heilvirkni. Engin svörun á heilariti var reyndar hluti af hönnun rannsóknarinnar, enda voru ákveðin efni notuð til að bæla starfsemi taugakerfisins í svínsheilunum. Þó svo að brýn þörf sé á að endurtaka rannsóknina og kanna niðurstöður hennar betur, þá vekja niðurstöður vísindamannanna við Yale upp ýmsar flóknar siðferðilegar spurningar. Nita A. Farahany, prófessor í siðfræði við Duke sagði í Nature að stóráfanga sé að ræða. Heilarnir voru, nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið skornir úr líkama sínu, um tíma ekki algjörlega dauðir. Sannarlega voru þeir ekki algjörlega lifandi heldur. Eins og Kraftaverka Max sagði í The Princess Bride: „Að mestu dauður er örlítið lifandi.“ Það að heili í stóru spendýri eins og svíni hafi verið endurvakinn, og það 32 sinnum eins og í tilfelli Yale-hópsins, kallar á að flóknum spurningum um dauðann, meðvitund og heilann verði svarað. Um leið gefa þessar niðurstöður tilefni til bjartsýni um framfarir á sviði meðferða við heilaskaða. Rannsókn Yale-hópsins er tímamótaverk, en umtalsvert fleiri rannsókna og tilrauna er þörf áður en stærri og víðtækari ályktanir eru dregnar. Það mun ekki gerast í bráð. En rannsóknin staðfestir þó að enn á ný er sú krafa gerð á okkur mannfólkið að taka til endurskoðunar hvar mörkin milli lífs og dauða liggja.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun